„El Chapo“ sakfelldur í New York

Mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman var fundinn sekur um alla ákæruliði í dag af kviðdómi í New York-borg í Bandaríkjunum eftir réttarhöld sem staðið hafa yfir undanfarna þrjá mánuði samkvæmt frétt AFP.

Guzman, sem fór fyrir Sinaloa-eiturlyfjahringnum, var ákærður fyrir að hafa smyglað 155 tonnum af kókaíni og öðrum eiturlyfjum til Bandaríkjanna á 25 ára tímabili.

Eftir er að kveða upp dóm yfir Guzman en hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Dómshúsið í New York þar sem réttarhöldin fóru fram.
Dómshúsið í New York þar sem réttarhöldin fóru fram. AFP
Joaquin „El Chapo“ Guzman í haldi lögreglu.
Joaquin „El Chapo“ Guzman í haldi lögreglu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert