Fundu nýja frosktegund

Nýja frosktegundin kann vel við sig í drullupollum.
Nýja frosktegundin kann vel við sig í drullupollum.

Indverskir vísindamenn hafa uppgötvað nýja frosktegund sem þrífst í drullupollum í vegköntum.

Tegundin fannst í Vestur-Ghats í suðurhluta Indlands. Svæðið er þekkt fyrir mikla líffræðilega fjölbreytni, að því er fram kemur í frétt BBC um málið.

Froskurinn er sérlega munnsmár. Vísindamennirnir hafa rannsakað hann um hríð og komist að því að um algjörlega nýja tegund er að ræða. Enn sem komið er hefur hann aðeins fundist á þessu tiltekna svæði. Þar hafa fundist nokkrar nýjar frosktegundir síðasta áratuginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert