Trump: Maduro er að gera mikil mistök

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikil mistök af hálfu Nicolas Maduro, forseta Venesúela, að hindra að neyðaraðstoð frá Bandaríkjunum komist í hendur almennings í Venesúela.

Juan Guaidó, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Venesúela sem jafn­framt hef­ur skipað sjálf­an sig for­seta lands­ins til bráðabirgða, óskaði eftir hjálpargögnum. Bandaríkin, sem styðja Guidó, sendu flutn­inga­bíl­a með hjálp­ar­gögn sem komu að landa­mær­um Venesúela í síðustu viku en Maduro hefur hafnað því að þeim verði hleypt inn í landið. Maduro segir aðstoð Bandaríkjanna í raun vera hluta af þeirri ætlun yfirvalda þar í landi að steypa honum af stóli.

Trump hefur ekki útilokað að senda herafla til Venesúela. „Við skoðum alla möguleika,“ segir forsetinn, sem fundaði með Ivan Duque, forseta Kólumbíu, í Hvíta húsinu í dag þar sem þeir ræddu stjórnmálaástandið í Venesúela.

Kólumbía hefur tekið við fjölda flóttamanna frá Venesúela. Duque sagði eftir fundinn með Trump í dag það að hindra aðgengi að hjálpargögnum vera glæp gegn mannkyninu. 

Ivan Duque, forseti Kólumbíu, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í …
Ivan Duque, forseti Kólumbíu, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert