Fundu „fljúgandi bolabít“

Eli Wyman með risabýfluguna.
Eli Wyman með risabýfluguna. Ljósmynd/Clay Bolt

Stærsta bý­flugna­teg­und í heimi hef­ur fund­ist á ný, en í 38 ár töldu vís­inda­menn að teg­und­in væri ekki leng­ur til. Bý­flug­an sem er á stærð við þum­al­fing­ur og með um sex senti­metra væng­haf, fannst á af­skekktri eyju í Indó­nes­íu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un BBC.

Eft­ir margra daga leit fundu vís­inda­menn eina kven­kyns flugu og geng­ur teg­und­in und­ir heit­inu wallace-risa­bý­fluga eða megachile pluto. Hlaut hún nafnið í kjöl­far þess að land­könnuður­inn Af­red Rus­sel Wallace fann flug­una árið 1858.

Flug­an hef­ur ekki sést síðan 1981, en fannst á nýj­an leik í janú­ar þegar hóp­ur vís­inda­manna lagði í leiðang­ur sem fylgdi leið Wallace.

Risabýfligan í samanburði við hefðbundna býflugu.
Risa­býflig­an í sam­an­b­urði við hefðbundna bý­flugu. Ljós­mynd/​Clay Bolt

„Það var al­veg ótrú­legt að sjá þenn­an fljúg­andi bola­bít sem við héld­um að væri ekki leng­ur til,“ er haft eft­ir Clay Bolt ljós­mynd­ara.

Upp­götv­un­in get­ur verið grunn­ur að nýj­um rann­sókn­um á sögu skor­dýrs­ins sem mun hjálpa til við að finna leiðir til þess að koma veg fyr­ir út­rým­ingu teg­und­ar­inn­ar, seg­ir Eli Wym­anm, skor­dýra­fræðing­ur við Princet­on-há­skóla. Hann var einn þeirra sem lögðu í leiðang­ur­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert