R Kelly kemur fyrir dómara í kvöld

R Kelly gaf sig fram við lög­reglu í Chicago í …
R Kelly gaf sig fram við lög­reglu í Chicago í Banda­ríkj­un­um í gær. AFP

Tón­list­armaður­inn R Kelly mun koma fyrir dómara í kvöld en hann hefur verið ákærður fyrir tíu alvarleg kynferðisbrot gegn fjórum konum. Að minnsta kosti þrjár kvennanna voru á aldrinum 13 til 17 ára þegar meint brot voru framin.

Kimberly Foxx, dómsmálaráðherra Illinois-ríkis, sagði að Kelly gæti átt yfir höfði sér sjö ára fangelsi verði hann fundinn sekur um brotin. 

Fjöldi kvenna hef­ur stigið fram og sakað R Kelly um kyn­ferðis­brot und­an­far­in ár, en meint brot munu hafa átt sér stað yfir rúm­lega tvo ára­tugi. Tón­list­armaður­inn hef­ur ávallt neitað ásök­un­un­um og hef­ur aldrei verið dæmd­ur.

Steve Greenberg, lögmaður Kelly var harðorður í garð kvenna sem …
Steve Greenberg, lögmaður Kelly var harðorður í garð kvenna sem hafa sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. AFP

Þetta er í annað skiptið sem Kelly er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Árið 2002 var því haldið fram að hann hefði tekið upp kynmök með 13 ára gamalli stúlku. Málið var fellt niður sex árum síðar.

Steve Greenberg, lögmaður Kelly, sakar konurnar um að sækjast eftir peningum. „Þær ljúga allar. Þetta er að verða þannig að þær segja að R Kelly hafi gert eitthvað. „Ég hitti R Kelly einu sinni, hann horfði undarlega á mig.“ Þetta snýst um peninga,“ sagði lögmaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert