„Ríkisstjórnin drap hann“

Mótmælendur héldu meðal annars á myndum af hinum látna.
Mótmælendur héldu meðal annars á myndum af hinum látna. Skjáskot/Youtube

Mörg þúsund mót­mæl­end­ur hafa komið sam­an í Mexí­kó­borg í kjöl­farið á morði á um­hverf­issinna í vik­unni. Sam­ir Flor­es So­bera­nes var skot­inn tví­veg­is í höfuðið á heim­ili sínu í Amilc­ingo, sunn­an við Mexí­kó­borg, á miðviku­dag.

„Sam­ir dó ekki, rík­is­stjórn­in drap hann,“ stóð meðal ann­ars á skilt­um mót­mæl­enda. Flor­es starfaði sem blaðamaður en hon­um er líst sem bar­áttu­manni fyr­ir mann­rétt­ind­um og þá var hann harður and­stæðing­ur fyr­ir­hugaðrar jarðhita­virkj­un­ar í grennd við heima­bæ sinn.

Sak­sókn­ari seg­ist ekki vita hver myrti Flor­es en rann­sak­ar tengsl við skipu­lagða glæp­a­starf­semi. Flor­es lét lífið nokkr­um dög­um áður en kjósa átti um virkj­un­ina; sem er gert nú um helg­ina.

Fólk sem barðist með Flor­es seg­ir að hann hafi komið á fund vegna virkj­un­ar­inn­ar nokkr­um dög­um fyr­ir and­látið. Þar hafi hann ögrað full­trú­um stjórn­valda.

„Ég er hrygg­ur vegna morðsins,“ sagði Andres Manu­el Lopez Obra­dor, for­seti Mexí­kó. Hann hef­ur verið stuðnings­maður virkj­un­ar­inn­ar og verður kosið um hana í þrem­ur ríkj­um Mexí­kó um helg­ina.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert