Minnsti drengur í heimi

Litli drengurinn daginn eftir fæðingu.
Litli drengurinn daginn eftir fæðingu. AFP

Dreng­ur sem vó 268 grömm við fæðingu fyr­ir fimm mánuðum hef­ur verið út­skrifaður af vöku­deild sjúkra­húss í Tókýó. Hann veg­ur nú 3,2 kg og nær­ist eðli­lega. Hann er létt­asti dreng­ur sem hef­ur fæðst og verið heil­brigður en létt­asta stúlk­an var 252 grömm þegar hún fædd­ist árið 2015.

Litli dreng­ur­inn fædd­ist eft­ir 24 vikna meðgöngu en var út­skrifaður af vöku­deild í síðustu viku, tveim­ur mánuðum eft­ir sett­an fæðing­ar­dag. „Ég átti í hrein­skilni sagt ekki von á því að hann myndi lifa af og er því afar ham­ingju­söm,“ seg­ir móðir litla drengs­ins en hann var tek­inn með bráðakeis­ara á Keio-há­skóla­sjúkra­hús­inu í Tókýó. Hann var svo lít­ill við fæðingu að hann passaði í lófa for­eldra sinna. 

Drengurinn var orðinn 3,2 kg þegar hann var útskrifaður af …
Dreng­ur­inn var orðinn 3,2 kg þegar hann var út­skrifaður af sjúkra­hús­inu. AFP

Lækn­ir­inn sem annaðist dreng­inn á vöku­deild­inni, Takes­hi Arim­itsu, seg­ir að aldrei áður hafi dreng­ur sem er jafn létt­ur við fæðingu lifað af og verið heil­brigður. Þetta sýni að börn geti lifað af og út­skrif­ast af sjúkra­húsi þrátt fyr­ir að vera agn­arsmá við fæðingu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Keio-há­skóla­sjúkra­hús­inu lifa um 90% þeirra barna sem eru und­ir 1 kg við fæðingu (fjór­ar merk­ur) en ef börn­in eru und­ir 300 grömm við fæðingu eru lífs­lík­ur þeirra um 50%. 

Heilbrigður og fallegur drengur sem vó aðeins 268 grömm við …
Heil­brigður og fal­leg­ur dreng­ur sem vó aðeins 268 grömm við fæðingu. AFP

Al­geng­ara er að stúlk­ur lifi af frem­ur en dreng­ir og ekki er fulls­annað hver skýr­ing­in er en ýms­ir telja að það sé vegna þess að lungu drengja þrosk­ast hæg­ar en stúlkna.

Fyrra metið átti dreng­ur sem fædd­ist í Þýskalandi en hann var 274 grömm við fæðingu árið 2009. 

Sjá lista yfir minnstu börn sem fæðst hafa 

Keio-sjúkra­húsið hef­ur birt mynd­ir af litla drengn­um sem var ná­kvæm­lega 3.238 grömm þegar hann fór heim af sjúkra­hús­inu. Alls hafa 23 börn sem eru und­ir 300 grömm við fæðingu lifað af og verið heil­brigð. Af þeim eru dreng­irn­ir aðeins fjór­ir tals­ins. 

Í frétt Jap­an Times kem­ur fram að ákveðið hafi verið að fram­kvæma bráðakeis­ara í ág­úst þar sem hann var hætt­ur að þyngj­ast í móðurkviði og lækn­ar óttuðust um líf hans.

Fyrstu vik­urn­ar var hann í önd­un­ar­vél og fékk nær­ingu í æð en dafnaði vel. Þegar sogþörf hans var kom­in fór hann að drekka beint úr brjósti móður sinn­ar. 

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert