Fundi slitið án samkomulags

Kim Jong-un og Donald Trump í Hanoi í morgun.
Kim Jong-un og Donald Trump í Hanoi í morgun. AFP

Leiðtoga­fundi Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kór­eu, hef­ur verið slitið fyrr en áætlað var í Hanoi í Víet­nam. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Hvíta hús­inu náðist ekk­ert sam­komu­lag á fund­in­um. Aft­ur á móti munu full­trú­ar leiðtog­anna ræða áfram sam­an í framtíðinni. 

Von­ir höfðu verið uppi um að leiðtog­arn­ir myndu til­kynna um sam­komu­lag um afvæðingu kjarn­orku­vopna Norður-Kór­eu á fund­in­um sem er sá ann­ar í röðinni á aðeins átta mánuðum. 

Full­trú­ar Hvíta húss­ins hafa neitað að upp­lýsa frek­ar um breytta dag­skrá annað en að ekk­ert verði að sam­eig­in­leg­um morg­un­verði þeirra og að Trump myndi einn halda blaðamanna­fund núna klukk­an 7.

Þeir áttu góða og upp­byggi­lega fundi og ræddu ýmis mál­efni, svo sem af­kjarn­orku­vopna­væðingu og efna­hags­leg mál­efni, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu upp­lýs­inga­full­trúa banda­ríska for­seta­embætt­is­ins, Sarah Sand­ers.

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, ræddi við fjölmiðla eftir að fundi …
For­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, ræddi við fjöl­miðla eft­ir að fundi hans og leiðtoga Norður-Kór­eu var slitið í morg­un. AFP

Upp­fært klukk­an 7:17

Á blaðamanna­fund­in­um sagði Trump að það hafi verið sam­eig­in­leg ákvörðun hans og Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, að skrifa ekki und­ir neitt sam­komu­lag við Norður-Kór­eu á þess­ari stundu. Mik­ill ár­ang­ur hafi náðst á fund­in­um og viðræðurn­ar hafi verið góðar.

Trump bað síðan Pom­peo um að fara yfir þetta með blaðamönn­um og sagði Pom­peo að hann hafi óskað sér að þeir hefðu getað náð lengra en það hafi ekki verið hægt. Vilji hafi verið fyr­ir því hjá báðum leiðtog­un­um en því miður hafi slíkt ekki verið mögu­legt á þess­ari stundu.

Donald Trump og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo.
Don­ald Trump og ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Mike Pom­peo. AFP

„Við báðum hann um að gera það en hann var ekki reiðubú­inn til þess,“ seg­ir Trump og bæt­ir við að Norður-Kórea hafi verið reiðubú­in til þess að ganga að kröf­um Banda­ríkj­anna að hluta en ekki öllu leyti. Ekki ligg­ur ná­kvæm­lega fyr­ir hvaða svæði Norður-Kórea var reiðubú­in til þess að af­kjarn­orku­vopna­væða, en ekki önn­ur. Er talið að Norður-Kórea hefi ekki viljað fall­ast á að loka Yong­byon-kjarn­orku­rann­sókn­ar­stöðinni.

„Þeir vildu að öll­um viðskiptaþving­un­um yrði aflétt en við gát­um ekki gert það,“ sagði Trump. 

„Ég vildi óska þess að við hefðum náð lengra en ég er enn bjart­sýnn,“ sagði Mike Pom­peo við frétta­menn og seg­ist von­ast til þess að svo verði á næstu vik­um.

Spurður út í hvort aðstæður hafi verið þær sömu og á leiðtoga­fundi Ronald Reag­an, for­seta Banda­ríkj­anna, og Mik­haíl Gor­bat­sjof, for­seta Sov­ét­ríkj­anna, það er hvort þetta hafi verið ein­hliða ákvörðun hans (Trump) að slíta viðræðunum líkt og hjá Reag­an sagði Trump að hann vildi óska þess að hann gæti sagt það en yrði að svara því neit­andi.

Trump seg­ir að hann telji að þeir Kim séu orðnir góðir vin­ir. Það sem hafi skipt mestu séu viðskiptaþving­an­ir og að þeim yrði aflétt að fullu. Gáfu­legra sé að hætta viðræðum og slíta fundi held­ur en að skrifa und­ir sam­komu­lag í flýti. Hann seg­ir að Kim hafi heitið því að ekki verði um kjarn­orku­vopna­tilraun­ir að ræða af hálfu Norður-Kór­eu. Hann trúi orðum Kim og að hann standi við lof­orð sitt. 

Á blaðamanna­fund­in­um var Trump spurður út í vitn­is­b­urð fyrr­ver­andi lög­manns hans, Michael Cohen. Að sögn Trump hafði hann haft öðrum hnöpp­um að hneppa und­an­far­inn sól­ar­hring en að fylgj­ast grannt með því sem Cohen hafði að segja. En auðvitað hafi verið hræðilegt að hlýða á alla þessa lygi á miðjum leiðtoga­fundi í Hanoi. Hann átti sig ekki á hvers vegna vitna­leiðslurn­ar þurftu að fara fram í gær og hvers vegna ekki var beðið með þær fram í næstu viku.

„Hann lýg­ur mikið,“ sagði Trump um Cohen. Hann seg­ir að ekk­ert hafi komið fram í vitn­is­b­urði Cohens sem sýni fram á for­setafram­boð hans hafi átt sam­starf við Rússa fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2016. 

Trump hrósaði bæði Kín­verj­um og Rúss­um fyr­ir þeirra hlut í viðræðum milli ríkj­anna tveggja og að Kína hafi ít­rekað verið rætt á fundi þeirra. 

 

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert