Framkvæmdastjóri Vale hættir tímabundið

Fabio Schvartsman, framkvæmdastjóri brasilíska námurisans Vale, hefur látið af störfum …
Fabio Schvartsman, framkvæmdastjóri brasilíska námurisans Vale, hefur látið af störfum tímabundið. AFP

Fabio Schvartsman, framkvæmdastjóri brasilíska námurisans Vale, hefur látið undan þrýstingi og hætt störfum tímabundið. Mánuður er frá því stífla í eigu fyrirtækisins brast með þeim afleiðingum að 186 létust, að minnsta kosti. 122 er enn saknað eftir slysið.

Þrír aðrir yfirmenn fyrirtækisins sögðu einnig upp störfum tímabundið. Í síðasta mánuði lak út skýrsla frá fyrirtækinu þar sem kemur fram að auk­in hætta væri á því að stífl­an gæfi sig.

Skýrsla Vale um ör­yggi stífl­unn­ar, sem dag­sett er 3. októ­ber í fyrra, sýn­ir að fyr­ir­tækið taldi tvö­falt meiri hættu á því að stífl­an gæfi sig en ásætt­an­legt var, sam­kvæmt þeim þol­an­legu áhættu­mörk­um sem fyr­ir­tækið sjálft setti sér varðandi ör­yggi stíflna þess.

Í yfirlýsingu frá Schvartsman segir hann að hann hafi alltaf unnið af heilindum og sinnt skyldum sínum. Hann hafi hins vegar ákveðið að segja af sér tímabundið svo hægt verði að gæta hagsmuna fyrirtækisins.

Átta starfsmenn fyrirtækisins hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa leynt veikleika stíflunnar. Tveir af yf­ir­mönn­um Cor­rego do Feijao-námunn­ar, þar sem stífl­an brast, eru meðal hinna hand­teknu. Þá beinast aðgerðir lögreglu einnig að þýska endurskoðunarfyrirtækinu TÜV SÜD sem staðfesti að stíflan væri í góðu ástandi.

Stífla náma­fyr­ir­tæk­is­ins Vale brast í Min­as Gera­is-fylki í Bras­il­íu í …
Stífla náma­fyr­ir­tæk­is­ins Vale brast í Min­as Gera­is-fylki í Bras­il­íu í lok janúar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert