Óttast mislingafaraldur

Mislingar eru bráðsmitandi.
Mislingar eru bráðsmitandi. AFP
Frönsk yf­ir­völd ótt­ast fjölg­un misl­inga­smita en fáir sjúk­dóm­ar smit­ast jafn hratt og misl­ing­ar. Í síðasta mánuði var varað við misl­ingafar­aldri á Val-Thor­ens-skíðasvæðinu en 18 manns greind­ust með misl­inga þar í fe­brú­ar. Svæðið er afar vin­sæll áfangastaður bæði inn­lendra sem og er­lendra skíðamanna. Flest­ir þeirra sem smituðust eru starfs­menn skíðasvæðis­ins sem eru ung­ir að árum. 
 
Að sögn Oli­vier Robineau, sem er sér­fræðing­ur í far­sótt­um við Tourco­ing-sjúkra­húsið, get­ur einn sjúk­ling­ur smitað 18 aðra ef þeir hafa ekki verið bólu­sett­ir eða fengið misl­inga sem börn.
Barna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna, UNICEF, greindi frá því á föstu­dag að 75% allra misl­inga­smita sem vitað var um í fyrra voru í tíu ríkj­um. Þeirra á meðal eru Frakk­land, Bras­il­ía og Úkraína, að því er seg­ir í frétt The Local. 
Heil­brigðisráðherra Frakk­lands, Agnes Buzyn, seg­ir í viðtali við Le Parisien að það veki sér­staka at­hygli að Frakk­land sé þar á meðal, ekki síst fyr­ir þær sak­ir hversu auðvelt aðgengi að bólu­setn­ing­um er í land­inu.
Það sem af er ári hafa 244 greinst með misl­inga í Frakklandi. Í fyrra voru misl­inga­smit­in 2.913 tals­ins. Hvergi í Evr­ópu voru smit­in jafn mörg. Árið 2017 greind­ust 519 með misl­inga í Frakklandi. 
Helsta ástæðan fyr­ir því að fleiri fá misl­inga í ríkj­um Evr­ópu og víðar á Vest­ur­lönd­um er sú að færri láta bólu­setja börn sín. Í fyrra lét­ust 3 í Frakklandi úr misl­ing­um. 32 ára göm­ul móðir sem ekki var bólu­sett, 26 ára maður með áunna ónæm­is­bæklun og 17 ára stúlka. Frá 2008 hafa 23 lát­ist úr misl­ing­um í Frakklandi.
Bólusetning gegn mislingum gefur um 95% vörn.
Bólu­setn­ing gegn misl­ing­um gef­ur um 95% vörn. AFP

Upp­lýs­ing­ar af vef embætt­is land­lækn­is

Misl­ing­ar er veiru­sjúk­dóm­ur sem er mjög smit­andi og ein­kenn­ist af hita og út­brot­um um all­an lík­amann. Hann get­ur verið hættu­leg­ur og jafn­vel valdið dauða.

Far­alds­fræði
Misl­ing­ar var al­geng­ur sjúk­dóm­ur á meðal barna hér á árum áður. En eft­ir að farið var að bólu­setja gegn hon­um hef­ur dregið mjög úr al­gengi hans í hinum vest­ræna heimi. Öllu jafna eru misl­ing­ar mild­ur sjúk­dóm­ur hjá börn­um en allt að 10% þeirra sem sýkj­ast fá al­var­lega fylgi­kvilla svo sem heila­bólgu eða lungna­bólgu.
Misl­ingafar­ald­ur kom upp í Evr­ópu á ár­inu 2011 og 2012 og greind­ust um 30 þúsund ein­stak­ling­ar með misl­inga hvort árið. Flest­ir þeirra sem veikt­ust voru í Frakklandi, Ítal­íu, Rúm­en­íu, Spáni og á Bret­lands­eyj­um og voru óbólu­sett­ir. Marg­ir þeirra sem sýkt­ust dóu og aðrir hlutu al­var­lega fylgi­kvilla.

Smit­leiðir og meðgöngu­tími
Misl­inga­veir­an er mjög smit­andi og berst milli manna með úða frá önd­un­ar­fær­um (t.d. hósta og hnerra). Veir­an get­ur lifað og valdið smiti í allt að tvær klukku­stund­ir eft­ir að hún berst út í and­rúms­loftið.

Ein­kenni sjúk­dóms­ins
Ein­kenni misl­inga koma fram um 10–12 dög­um eft­ir smit og geta verið mis­mik­il eft­ir ein­stak­ling­um. Þau byrja oft með flensu­lík­um ein­kenn­um þ.e. hita, nefrennsli, sviða í aug­um, hósta, bólgn­um eitl­um og höfuðverk. Á þriðja eða fjórða degi veik­ind­anna koma í flest­um til­fell­um fram út­brot sem ná yfir all­an lík­amann og standa í 3–4 daga eða þar til sjúk­dóm­ur­inn fer að réna.
Misl­inga­veir­an get­ur verið hættu­leg og jafn­vel valdið dauða. Al­var­leg­ir sjúk­dóm­ar eins og eyrna- eða lungna­bólga, kviðverk­ir, upp­köst, niður­gang­ur og einnig heila­bólga geta verið af­leiðing misl­inga.
Al­var­leg­ar heila­skemmd­ir af völd­um misl­inga geta einnig komið fram mörg­um mánuðum eft­ir sýk­ing­una.

Grein­ing
Ein­kenni misl­inga geta verið lík ýms­um öðrum sjúk­dóm­um, rétt er að hafa sam­band við lækni til að fá staðfest­ingu á að um misl­inga sé að ræða.

Meðferð
Sýkla­lyf gagn­ast lítið gegn misl­ing­um, þó get­ur verið nauðsyn­legt að meðhöndla sýk­ing­ar sem eru af­leiðing­ar af sjálf­um sjúk­dómn­um með sýkla­lyfj­um. Önnur meðferð lýt­ur að hvíld, vökvainn­tekt og nær­ingu. Hita­lækk­andi lyf geta hjálpað sjúk­lingn­um að líða bet­ur.

For­varn­ir
Bólu­setn­ing gegn misl­ing­um gef­ur um 95% vörn. Þátt­taka á Íslandi í bólu­setn­ingu gegn misl­ing­um hef­ur verið með ágæt­um á und­an­förn­um árum eða tæp­lega 95%. For­eldr­ar eru hvatt­ir til að halda áfram góðri þátt­töku í bólu­setn­ing­um því aðeins á þann hátt má halda þess­um al­var­lega smit­sjúk­dómi frá land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert