Sakfelldur fyrir morðin í gyðingasafninu

Teikning úr dómsalnum af Mehdi Nemmouch og formanni réttarins, Laurence …
Teikning úr dómsalnum af Mehdi Nemmouch og formanni réttarins, Laurence Massart. AFP

Franski vígamaður­inn Mehdi Nemmouche var í dag sak­felld­ur fyr­ir að hafa skotið fjóra til bana á gyðinga­safn­inu í Brus­sel 24. maí 2014. Árás­in markaði upp­haf hryðju­verka­árása öfga­manna tengd­um víga­sam­tök­un­um Ríki íslams í Evr­ópu.

Nemmouche, sem er 33 ára, skaut fyrst úr skamm­byssu og síðan sjálf­virk­um riffli og lét­ust tveir ísra­elsk­ir ferðamenn, Frakki og belg­ísk­ur af­greiðslumaður í gyðinga­safn­inu.

BBC seg­ir mann, sem aðstoðaði Nemmouche við skipu­lagn­ingu árás­ar­inn­ar, Nacer Bendrer, einnig hafa verið fund­inn sek­an um morð.

Greint verður frá því við dóms­upp­kvaðningu síðar hversu lang­ir dóm­arn­ir yfir þeim verða.

Lögðu fram flókn­ar sam­særis­kenn­ing­ar

Rétt­ar­höld­in tóku tæpa tvo mánuði og reyndu lög­fræðing­ar Nemmouche að sann­færa dóm­inn um að sök hefði verið komið á hann með flókn­um sam­særis­kenn­ing­um þar sem er­lend­um leyniþjón­ustu­stofn­un­um var kennt um morðin. Þeir lögðu þó eng­ar sann­an­ir fram máli sínu til stuðnings.

Nemmouche, sem er fædd­ur í franska bæn­um Rou­baix, á als­írska for­eldra. Hann var hand­tek­inn í frönsku hafn­ar­borg­inni Marseille sex dög­um eft­ir árás­ina en þangað kom hann með rútu frá Brus­sel. Að sögn lög­reglu var hann með vopn­in sem hann beitti í árás­inni á sér þegar hann var hand­tek­inn við kom­una til Marseille.

Að sögn sak­sókn­ara barðist hann með sveit víga­sam­tak­anna í Sýr­landi frá 2013 til 2014 en þar kynnt­ist hann Najim Laachra­oui, fé­laga í glæpa­geng­inu sem stóð á bak við sjálfs­vígs­árás­irn­ar í Brus­sel 22. mars 2016. 32 lét­ust í þeim árás­um.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert