Ekki lengur feimna stelpan

Systurnar Beata og Greta Thunberg. „Þegar við vorum að alast …
Systurnar Beata og Greta Thunberg. „Þegar við vorum að alast upp vorum við alltaf feimnu stelpurnar og héldum okkur til hlés. Við tókum ekki mikið pláss og enginn tók eftir okkur,“ skrifar Greta. Raunin er heldur betur önnur í dag. Ljósmynd/Facebook

„Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Og í dag heiðrum við systralagið,“ skrifar sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg á Facebook-síðu sína, í tilefni af árlegum alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Konur víða um heim halda upp á daginn með einum eða öðrum hætti og baráttu- og mótmælagöngur eru skipulagðar víða um heim. Greta, sem er 16 ára, hefur verið áberandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og vakti athygli í fyrra þegar hún settir fyrir framan ríkisþinghúsið í Stokkhólmi með skilti með áletruninni: „Skólaverkfall fyrir loftslagið“.

Greta birtir mynd af sér og litlu systur sinni, Beata, þegar þær voru litlar stúlkur. „Þegar við vorum að alast upp vorum við alltaf feimnu stelpurnar og héldum okkur til hlés. Við tókum ekki mikið pláss og enginn tók eftir okkur,“ skrifar Greta.

Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg, 16 ára, er orðin rödd unga …
Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg, 16 ára, er orðin rödd unga fólksins í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og þúsundir ungmenna líta upp til hennar. AFP

Staðan er heldur betur önnur í dag. Greta er orðin rödd unga fólksins í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og þúsundir ungmenna líta upp til hennar. Greta vill nýta daginn og þakka fyrir kvenfrelsisstefnu fyrir framlag sitt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

„Eftir því sem ég læri meira um loftslagskrísuna átta ég mig betur á því hversu mikilvægar femínískar kenningar eru. Við getum ekki lifað í sjálfbærum heimi nema að allir standi jafnir. Punktur,“ skrifar Greta.  



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert