116 ára og elskar stærðfræði

Kane Tanaka lét ekki súkkulaðið nægja því hún fékk sér …
Kane Tanaka lét ekki súkkulaðið nægja því hún fékk sér líka jarðarber og rjóma í dag. AFP

Kane Tanaka vaknar klukkan sex á hverjum morgni, hún hefur elskar að leysa stærðfræðiþrautir og keppir í borðspilinu Óþelló eins og enginn sé morgundagurinn. Hún er 116 ára gömul og elsta núlifandi manneskjan í heiminum. 

Tanaka fagnaði því á hjúkrunarheimilinu sem hún býr á í Fukuoka í Japan að Guinness heimsmetabókin skráði hana á spjöld sögunnar fyrir aldurs sakir. Aðstandendur Guinness komu með viðurkenningarskjal henni til heiðurs á hjúkrunarheimilið og létu súkkulaði fylgja með. Sem Tanaka borðaði með bestu lyst.

Tanaka er yngst sjö systkina og er fyrirburi. Fæðingardagur hennar er 2. janúar 1903. Hún giftist Hideo Tanaka þegar hún var 19 ára gömul og hafði aldrei hitt hann á brúðkaupsdaginn. Þau eignuðust fjögur börn saman og ættleiddu það fimmta.

Hideo Tanaka rak fjölskyldufyrirtækið sem framleiddi hrísgrjón og núðlur. Þegar hann gegndi herþjónustu árið 1937 tók Kane Tanaka við rekstrinum. 

Þegar hún var spurð að því í dag hvenær hún hafi verið hamingjusömust um ævina var svarið stutt og laggott - núna.

Hún dundar sér yfirleitt við að leysa stærðfræðiþrautir og skrautritun á morgnana og síðdegis og er alltaf tilbúin í að spila ef einhver leggur í að spila við hana. Því hún er betri en flestir þegar kemur að spilum eins og Oþelló. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert