Manning fangelsuð fyrir að neita að bera vitni

Chelsea Manning var úrskurðuð í gæsluvarðhald í gær fyrir að …
Chelsea Manning var úrskurðuð í gæsluvarðhald í gær fyrir að neita að bera vitni í rannsókn á Wikileaks uppljóstrunarsíðunni. AFP

Wikileaks uppljóstrarinn Chelsea Manning var í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir að neita að bera vitni fyrir dómi í tengslum við rannsókn bandarískra alríkisyfirvalda á uppljóstrunarsíðunni Wikileaks.

Fyrirskipaði dómari að Manning skuli sæta gæsluvarðhaldi annað hvort þar til ákærudómstóllinn lýkur störfum, eða hún felst á að bera vitni. Manning hefur hins vegar sagst hafa, þegar herdómstóll réttaði yfir henni, þegar hafa greint frá sem hún viti.

Hún var fundin sek um njósnir árið 2013 fyrir  að leka þúsundum trúnaðarskjala til Wikileaks og þá dæmd í 35 ára fangelsi, en dómurinn var síðar mildaður.

Sagði Manning dómaranum að hún muni sætta sig við úrskurð hans, en hún muni ekki bera vitni. Lögfræðingur Manning óskaði ítrekað eftir að hún fengi að vera í stofufangelsi vegna heilsu sinnar, en dómarinn sagði lögreglumenn munu sinna þörfum hennar.

Bandarísk yfirvöld hafa verið með Wikileaks til rannsóknar árum saman og upplýsti saksóknaraembættið í lok síðasta árs fyrir mistök um mögulegar ákærur á hendur Julian Assange stofnanda Wikileaks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert