157 farast í flugslysi

Boeing 737-farþegaþota Ethiopian Airlines. Mynd úr safni.
Boeing 737-farþegaþota Ethiopian Airlines. Mynd úr safni. AFP

Ótt­ast er að 157 manns hafi far­ist er Boeing 737-farþegaþota flug­fé­lags­ins Et­hi­opi­an Air­lines hrapaði á leið sinni frá Add­is Ababa, höfuðborg Eþíóp­íu, til Nairóbí í Kenýa.

BBC seg­ir talið að 149 farþegar og átta manna áhöfn hafi verið um borð í vél­inni og hef­ur flug­fé­lagið staðfest að eng­ir hafi lifað slysið af. Fólk af 33 þjóðern­um er sagt hafa verið um borð í vél­inni.

Talsmaður flug­fé­lags­ins seg­ir vél­ina hafa hrapað klukk­an 8.44 að staðar­tíma, skömmu eft­ir að hún tók á loft. Ekki ligg­ur fyr­ir hver or­sök flug­slyss­ins er, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um BBC hvarf vél­in af radar­skjám um sex mín­út­um eft­ir flug­tak.

Fyrstu frétt­ir af flug­slys­inu bár­ust er Abiy Ah­med, for­sæt­is­ráðherra Eþíóp­íu, lýsti yfir „inni­legri samúð“ vegna at­b­urðar­ins á Twitter.

Farþegaþotan er talin hafa hrapað í nágrenni bæjarins Bishoftu.
Farþegaþotan er tal­in hafa hrapað í ná­grenni bæj­ar­ins Bis­hoftu. Kort/​Google

Í yf­ir­lýs­ingu frá flug­fé­lag­inu seg­ir að leit­ar- og björg­un­ar­sveit­ir séu nú á leið á slysstað, en vél­in hrapaði í ná­grenni bæj­ar­ins Bis­hoftu sem er um 60 km suðaust­ur af höfuðborg­inni. 

„Starfs­fólk Et­hi­opi­an Air­lines verður sent á slysstað og mun gera það sem það get­ur til að aðstoða hjálp­ar­sveit­ir,“ sagði í yf­ir­lýs­ing­unni.

„Spreng­ing­in og eld­ur­inn var svo öfl­ug­ur að við gát­um ekki kom­ist ná­lægt hon­um,“ hef­ur BBC eft­ir Bekele Gutema, sem var á vett­vangi. „Það er allt brunnið til grunna. Slökkviliðsmenn voru komn­ir um 11 í morg­un og slysið varð um klukk­an átta. Það eru fjór­ar þyrl­ur á vett­vangi núna, en það mun eng­inn lifa þetta af.“

Flug­fé­lagið flýg­ur til fjöl­margra áfangastaða í Afr­íku og hef­ur gott orð á sér fyr­ir að þykja ör­uggt flug­fé­lag. 

Farþegaþotan var önn­ur út­gáfa Boeing 737 MAX 8-vél­ar­inn­ar, en farþegaþota þeirr­ar gerðar frá indó­nes­íska Lion Air-flug­fé­lag­inu hrapaði í hafið úti fyr­ir strönd­um Jövu í októ­ber á síðasta ári með þeim af­leiðing­um að all­ir 189 sem um borð voru lét­ust. Sú vél hafði verið um 12 mín­út­ur á flugi er hún hrapaði.

BBC hef­ur eft­ir tals­mönn­um Boeing að fyr­ir­tækið fylg­ist vel með fram­vindu mála í Eþíóp­íu.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert