Kelly Catlin látin 23 ára að aldri

Kelly Catlin.
Kelly Catlin. Wikipedia

Kelly Catlin, sem í þrígang hefur hampað heimsmeistaratitli ásamt félögum sínum í bandaríska landsliðinu í hjólreiðum og er silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum er látin 23 ára að aldri. Bandaríska hjólreiðasambandið hefur staðfest þetta en fjallað er um andlátið í öllum helstu fjölmiðlum beggja vegna Atlantsála. 

VeloNews segir að faðir hennar,  Mark Catlin, hafi sent VeloNews bréf í morgun þar sem hann greindi frá því að hún hafi framið sjálfsvíg á heimili sínu í Kaliforníu á föstudagskvöldið. 

Catlin keppti fyrir Rally UHC Cycling og var nemandi í meistaranámi við Stanford-háskóla. 

Að sögn forseta bandaríska hjólreiðasambandsins, Rob DeMartini, syrgir allt hjólreiðasamfélagið Catlin og sendir samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum.

Kelly Catlin.
Kelly Catlin. AFP

Catlin vann alla heimsmeistaratitlana með Chloe Dygert Owen og Jennifer Valente auk þess sem Kimberley Geist var hluti af liðinu 2017 og 2018 eftir að Sarah Hammer hætti 2016.

Catlin útskrifaðist með BS-gráðu í stærðfræði og kínversu frá háskólanum í  Minnesota í fyrra og var við meistaranám í verkfræði við Stanford-háskóla í Kaliforníu. 

Hún nam einnig fiðluleik og myndlist. 

Frétt BBC

Frétt Guardian

Frétt New York Post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert