Réttað yfir 11 vitorðsmönnum Djalilov

Akbarjon Djalilov sem framkvæmdi árásina á neðanjarðarlestina í St. Pétursborg …
Akbarjon Djalilov sem framkvæmdi árásina á neðanjarðarlestina í St. Pétursborg lést sjálfur í sprengingunni. AFP

Réttarhöld hófust í dag yfir ellefumenningum sem sakaðir eru um aðild að sprengjuárás í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í Rússlandi í apríl 2017. Sprengjan kostað 15 manns lífið og tugir til viðbótar særðust.

„Herdómstóllinn í Moskovskiy hefur hafið rannsókn sína á glæpnum sem framinn var með árásinni á neðanjarðarlestina í apríl 2017,“ sagði í yfirlýsingu sem dómstóllinn sendi frá sér í  morgun.

Hópur tengdur Al-Quaeda vígasamtökunum lýsti yfir ábyrgð á sprengingunni, sem sögð var vera skilaboð til þeirra ríkja sem ættu í stríði við múslima. Var með því vísað til þátttöku Rússlandshers í Sýrlandsstríðinu.

Rússnesk yfirvöld sögðu Akbarjon Djalilov, 22 ára rússneskan mann sem fæddist í Kirgistan, hafa framkvæmt árásina, en Djalilov lést sjálfur í sprengingunni.

Herdómstóllinn mun hins vegar rétta yfir ellefu meintum vitorðsmönnum hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka