Sveigði til og tók dýfur

Brak úr vél Ethiopian Airlines sem hrapaði um 60 kílómetrum …
Brak úr vél Ethiopian Airlines sem hrapaði um 60 kílómetrum suðaustur af Addis Ababa. AFP

Flug­vél Et­hi­opi­an Air­lines sveigði til og frá og tók dýf­ur áður en hún hrapaði í gær skammt frá höfuðborg Eþíóp­íu, Add­is Ababa. Þetta seg­ir sjón­ar­vott­ur í sam­tali við CNN. At­hygli hef­ur verið vak­in á því að aðstoðarflug­stjóri vél­ar­inn­ar var mjög reynslu­lít­ill.

„Ég var uppi í fjalli í ná­grenn­inu þegar ég sá flug­vél­ina koma og beygja svo með mik­inn strók aft­an úr sér,“ seg­ir Ge­beyehu Fikadu við CNN. Hann hafi svo séð hana hrapa. „Hún hrapaði með mikl­um hvelli. Er hún hrapaði flaug far­ang­ur brenn­andi um. Áður en vél­in hrapaði þá sveigði hún til hliðanna og tók dýf­ur og mik­inn reyk lagði aft­an úr henni. Einnig heyrðist hátt, óþægi­legt hljóð áður en hún skall til jarðar.“

Aðrir sjón­ar­vott­ar segj­ast einnig hafa heyrt und­ar­legt hljóð áður en vél­in hrapaði. Þá segja þeir að vél­in hafi hækkað flugið skömmu áður en hún svo tók stefn­una á jörðina þar sem hún tætt­ist í sund­ur. Þetta er í sam­ræmi við gögn sem sjá má af flugi vél­ar­inn­ar á vefsíðunni Flig­htRa­dar24.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Et­hi­opi­an Air­lines hét flug­stjóri vél­ar­inn­ar Yared Getachew. Hann átti að baki 8.000 klukku­stund­ir í háloft­un­um. Flug­mála­sér­fræðing­ar hafa hins veg­ar vakið at­hygli á lít­illi reynslu aðstoðarflug­stjór­ans, Ah­med Nur Mohammod Nur, sem hafði litla flugreynslu, aðeins um 200 klukku­stund­ir.

Peter Mar­osszeky, verk­fræðing­ur og fyrr­ver­andi stjórn­andi hjá  Qantas Airways, Pan Am og American Air­lines, seg­ir að flug­menn stórra farþegaþota ættu að hafa mörg þúsund klukku­stunda flugreynslu. Mar­osszeky hef­ur verið ráðgjafi Boeing í gegn­um tíðina en vél­in sem hrapaði var frá þeim flug­véla­fram­leiðanda.

„200 tím­ar eru aug­ljós­lega fá­rán­lega lítið,“ seg­ir Mar­osszeky en bend­ir þó á að fyr­ir hafi komið að mjög reynslu­mikl­ir flug­menn, hafi flogið vél­um sem hafa hrapað.

Vél Et­hi­opi­an Air­lines hafði verið í sex mín­út­ur í loft­inu er hún hrapaði. Hún var á leið frá Eþíóp­íu til ná­granna­lands­ins Ken­ía. All­ir sem voru um borð, 157 tals­ins, lét­ust.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert