Yfir 100 vélar kyrrsettar

Vél af gerðinni 737 MAX 8 við verksmiðjur Boeing í …
Vél af gerðinni 737 MAX 8 við verksmiðjur Boeing í Renton, Washington. AFP

Flug­mála­yf­ir­völd tveggja landa sem og tvö flug­fé­lög hafa tekið ákvörðun um að kyrr­setja tíma­bundið vél­ar af gerðinni Boeing 737 MAX 8 eft­ir flug­slysið í Eþíóp­íu. Alls er vél­um þess­ar­ar teg­und­ar hjá nítj­án flug­fé­lög­um því ekki flogið í augna­blik­inu eða sam­tals yfir 100 vél­um. Um 350 svona vél­ar hafa verið tekn­ar í notk­un á ár­un­um 2017-2019 og er meiri­hluti þeirra því enn í notk­un, m.a. hjá Icelanda­ir.

Et­hi­opi­an Air­lines kyrr­setti í kjöl­far slyss­ins fjór­ar aðrar vél­ar sín­ar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Ekki hef­ur verið ákveðið hvenær þær verða aft­ur tekn­ar í gagnið. Seg­ir fé­lagið þetta gert til að gæta ýtr­ustu varúðar.

Caym­an Airways hef­ur einnig ákveðið að kyrr­setja báðar vél­ar sín­ar af þess­ari gerð „þar til frek­ari upp­lýs­ing­ar ber­ast,“ líkt og sagði í yf­ir­lýs­ingu frá fé­lag­inu.

Tvær vél­ar af þess­ari teg­und hafa nú með fimm mánaða milli­bili hrapað. Báðar voru þær nýj­ar og báðar hröpuðu þær skömmu eft­ir flug­tak. Ekk­ert hef­ur enn komið fram sem bend­ir til að ástæður slys­anna séu þær sömu. 157 fór­ust í slys­inu í Eþíóp­íu í gær og 189 er vél Lion Air fórst við Indó­nes­íu í októ­ber.

Boeing mun taka þátt í rannsókninni á flugslysinu í Eþíópíu.
Boeing mun taka þátt í rann­sókn­inni á flug­slys­inu í Eþíóp­íu. AFP

Flug­mála­yf­ir­völd tveggja landa, Kína og Indó­nes­íu, hafa auk þess tíma­bundið kyrr­sett all­ar vél­ar af teg­und­inni. 97 vél­ar voru kyrr­sett­ar í Kína og í yf­ir­lýs­ingu yf­ir­valda seg­ir að eng­in áhætta sé tek­in þegar ör­yggi sé ann­ars veg­ar. 

Bresk flug­mála­yf­ir­völd segja að fimm Boeing 737 MAX 8 séu í notk­un hjá flug­fé­lög­um þar í landi. Þá sjöttu átti að taka í notk­un nú í vik­unni. Í yf­ir­lýs­ingu er bent á að banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd beri ábyrgð á vott­un vél­anna sem og evr­ópsk flug­mála­yf­ir­völd í Evr­ópu, þar með talið Bretlandi. 

Evr­ópsk flug­mála­yf­ir­völd (EASA) segj­ast fylgj­ast náið með gangi mála og að þau muni birta nýj­ustu upp­lýs­ing­ar á vef síðu sinni.

Í sam­an­tekt CNN eru einnig tal­in upp þau flug­fé­lög sem enn eru að fljúga Boeing 737 MAX 8.

Þau eru:

American Air­lines - 24 vél­ar.

Sout­hwest Air­lines - 34 vél­ar.

Norweg­i­an Air­lines - 18 vél­ar.

TUI Aviati­on - 15 vél­ar.

SilkA­ir - 6 vél­ar.

Fiji Airways - 2 vél­ar.

Icelanda­ir - 3 vél­ar.

Flydu­bai - 11 vél­ar.

WestJet - 13 vél­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert