Nýjasta æðið gagnast náttúrunni

Myndin sem kom öllu af stað.
Myndin sem kom öllu af stað.

Um síðustu helgi fékk áskorun ein í netheimum byr undir báða vængi, svo mikinn að fólk víða um heim flykktist út úr húsum sínum til að taka þátt. Og svo vill til að hún er til bóta fyrir umhverfið. 

Áskorunin snýst nefnilega um að tína rusl og sýna „fyrir og eftir“-myndir af svæðum sem þátttakendur í henni hreinsa. Myllumerkið #trashtag er svo notað af þessu tilefni.

Íslendingar hófu margir hverjir að stunda hið svokallaða plokk í fyrra. Vakti ástundunin þó nokkra athygli, svo mikla að orðið „plokka“ var valið orð ársins af Stofnun Árna Magnússonar. 

Áskorunin nú er af svipuðum toga og á í raun rætur sínar að rekja til ársins 2015 að því er segir í frétt Time um málið. Það var þó ekki fyrr en um helgina sem hún varð að nokkurs konar æði og deildu margir „fyrir og eftir“-myndum af afrekum sínum á samfélagsmiðlum. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert