Enn drýpur blóð

Særð sýrlensk stúlka bíður hjálpar eftir loftárásir í Khan Sheikhun …
Særð sýrlensk stúlka bíður hjálpar eftir loftárásir í Khan Sheikhun í Idlib-héraði í lok febrúar. Undir henni er lík systur hennar sem fórst í árásinni. AFP

Stríðið í Sýr­landi hef­ur nú staðið í átta ár. Blóðug átök, sem hafa geisað í að verða 100 mánuði sam­fleytt, hafa kostað meira en 360 þúsund manns lífið. Millj­ón­ir hafa misst heim­ili sín, flúið of­beldi og eru enn á flótta, inn­an Sýr­lands eða utan.

Marg­ar aðrar þjóðir hafa komið að mál­um með ein­um eða öðrum hætti, flest­ar vegna ótta við upp­gang hryðju­verka­sam­tak­anna Rík­is íslams. Ljóst er að innviðir Sýr­lands eru í mol­um, hvort sem litið er til heil­brigðis- og mennta­kerf­is­ins eða sam­göngu­mála. 

Hér að neðan verður farið yfir at­b­urðarás­ina hingað til í stór­um drátt­um.

Upp­reisn og kúg­un

Í mars 2011 hóf­ust for­dæma­laus mót­mæli í Sýr­landi þar sem kraf­ist var lýðræðis­um­bóta og mann­rétt­inda. Einnig var þess kraf­ist að póli­tísk­um föng­um yrði sleppt úr haldi. Þá hafði Assad-fjöl­skyld­an ríkt í land­inu í fjóra ára­tugi.

Rík­is­stjórn­in réðst gegn mót­mæl­end­um með hervaldi en fólkið hélt áfram að safn­ast sam­an og berj­ast fyr­ir rétti sín­um.

Blossi frá bandarískri sprengju í Baghouz í austurhluta Sýrlands í …
Blossi frá banda­rískri sprengju í Bag­houz í aust­ur­hluta Sýr­lands í gær. Þar er síðasta vígi Rík­is íslams. Stríðið í Sýr­landi hef­ur nú staðið í heil átta ár. AFP

Í júlí stofnaði fyrr­ver­andi of­ursti í stjórn­ar­hern­um and­spyrnu­her sem kall­ast Frels­is­her Sýr­lands (FSA). Bækistöðvar hans voru í Tyrklandi.

Loft­árás­ir, Hez­bollah og Íran

Ári eft­ir að upp­reisn­in hófst, í mars árið 2012, náði stjórn­ar­her­inn aft­ur völd­um í borg­inni Homs, þriðju stærstu borg lands­ins, eft­ir að upp­reisn­ar­menn höfðu náð þar yf­ir­ráðum. Stjórn­ar­her­inn hafði farið í fleiri blóðugar hernaðaraðgerðir gegn mót­mæl­end­um, m.a. í borg­inni Hama sem er í miðju Sýr­lands. 

Í júlí þetta ár gerði Frels­is­her­inn áhlaup á höfuðborg­ina Dam­askus en stjórn­ar­her­inn varðist grimmt og stóð það af sér.

Á ár­inu 2013 hóf stjórn­ar­her­inn að varpa svo­kölluðum tunnu­sprengj­um á yf­ir­ráðasvæði upp­reisn­ar­manna. Sama ár greindi skæru­liðahóp­ur Hez­bollah frá því að hann berðist við hlið stjórn­ar­hers­ins í Sýr­landi. Sá hóp­ur nýt­ur svo stuðnings stjórn­valda í Íran og veittu þau Bash­ar al-Assad for­seta einnig bein­an hernaðarleg­an stuðning.

Upp­gang­ur öfga­manna

Í júní árið 2014 lýstu hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams yfir stofn­un kalíf­a­dæm­is á landsvæðum í Sýr­landi sem þau höfðu sölsað und­ir sig eft­ir átök við bæði stjórn­ar­her­inn og vopnaða hópa upp­reisn­ar­manna. Borg­in Raqqa var þá kom­in á vald víga­mann­anna og kölluðu þeir hana höfuðborg kalíf­a­dæm­is­ins. Sam­tím­is höfðu þeir náð yf­ir­ráðum á svæðum hand­an landa­mær­anna í Írak.

Liðsmenn Sýrlensku lýðræðissveitanna í miðjum átökum í Deir Ezzor-héraði þar …
Liðsmenn Sýr­lensku lýðræðis­sveit­anna í miðjum átök­um í Deir Ezzor-héraði þar sem enn er bar­ist við víga­menn Rík­is íslams. AFP

 Í sept­em­ber þetta ár hóf hernaðarbanda­lag und­ir for­ystu Banda­ríkja­manna loft­árás­ir á her­búðir Rík­is íslams í Sýr­landi. Kúr­d­ar sem tekið höfðu upp sjálfs­stjórn á svæðum í aust­ur­hlut­um Sýr­lands og Tyrk­lands reynd­ust njóta góðs af þessu og stofnuðu Sýr­lensku lýðræðis­sveit­irn­ar (SDF) sem höfðu stuðning hernaðarbanda­lags­ins. Sveit­irn­ar tóku þátt í því að ná Raqqa úr hönd­um víga­manna Rík­is íslams sem tókst loks í októ­ber árið 2017.

Rúss­ar koma Assad til aðstoðar

Í sept­em­ber árið 2015 hófu Rúss­ar loft­árás­ir í Sýr­landi til stuðnings Assad for­seta sem hafði þá smám sam­an verið að missa völd­in á stór­um svæðum í land­inu. Þetta inn­grip í stríðið varð til þess að Assad og hans menn náðu aft­ur vopn­um sín­um og hófu aft­ur að end­ur­heimta svæði sem upp­reisn­ar­menn höfðu tekið yfir. Þannig náði stjórn­ar­her­inn Al­eppo á sitt vald á ný í des­em­ber árið 2016.

Í janú­ar árið 2017 skipu­lögðu sýr­lensk stjórn­völd ásamt Rúss­um og Írön­um, sín­um helstu banda­mönn­um, sem og Tyrkj­um sem höfðu stutt upp­reisn­ar­menn­ina, friðarviðræður í Kasakst­an. Þeir fund­ir skyggja á friðarviðræður sem Sam­einuðu þjóðirn­ar reyndu að leiða.

Loft­árás­ir Banda­ríkja­manna

Í apríl 2017 var gerð sa­rín-ga­sárás í bæn­um Khan Sheik­hun sem þá var und­ir yf­ir­ráðum upp­reisn­ar­manna. Yfir 80 lét­ust. Árás­in olli óhug um all­an heim og í kjöl­farið heim­ilaði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti loft­árás­ir herja sinna á her­stöð stjórn­ar­hers­ins í Shayrat.

Ung stúlka ásamt fleiri flóttamönnum frá Baghouz í austurhluta Sýrlands.
Ung stúlka ásamt fleiri flótta­mönn­um frá Bag­houz í aust­ur­hluta Sýr­lands. AFP

 Rík­is­stjórn Assad hef­ur ít­rekað verið sökuð um að beita efna­vopn­um í hernaði sín­um en hef­ur ætíð neitað því.

Sókn Tyrkja

Í janú­ar í fyrra hófu tyrk­nesk stjórn­völd hernað gegn varn­ar­sveit­um Kúrda (YPG) sem eru hryggj­ar­stykkið í Sýr­lensku lýðræðis­sveit­un­um (SDF). Stjórn­völd í An­kara eru því mót­fall­in að Kúr­d­ar fái sjálf­stæði og í mars á síðasta ári her­tóku þau Afr­in-hérað og ráku YPG-liða á flótta og kölluðu þá „hryðju­verka­menn“.

Leift­ur­stríð í Aust­ur-Ghouta

Í fe­brú­ar í fyrra hóf Sýr­lands­her grimmúðleg­ar árás­ir á Aust­ur-Ghouta, eitt allra síðasta vígi upp­reisn­ar­manna í ná­grenni höfuðborg­ar­inn­ar Dam­askus. Í apríl seg­ist stjórn Assads svo vera búin að ná völd­um í héraðinu. Yfir 1.700 féllu í árás­un­um. Sama dag gera Banda­ríkja­menn, Frakk­ar og Bret­ar árás­ir í land­inu í kjöl­far meintr­ar efna­vopna­árás­ar á óbreytta borg­ara í bæn­um Douma í Aust­ur-Ghouta.

Trump kall­ar her­menn heim

19. des­em­ber síðastliðinn til­kynnti Trump að hann hygðist kalla alla banda­ríska her­menn heim frá Sýr­landi, 2.000 tals­ins. Í færslu á Twitter skrifaði hann að Banda­rík­in hefðu „gjör­sigrað Ríki íslams“.

Árásir stjórnarhersins á þorp í Austur-Ghouta voru grimmilegar. Hér fær …
Árás­ir stjórn­ar­hers­ins á þorp í Aust­ur-Ghouta voru grimmi­leg­ar. Hér fær stúlka aðhlynn­ingu í sjúkra­skýli í héraðinu. AFP

Í lok des­em­ber lýstu YPG-liðar yfir áhyggj­um af hættu á frek­ari árás­um Tyrkja og biður Sýr­lands­her um að flytja her­menn að víg­lín­un­um í norðri.

2. fe­brú­ar hófu Sýr­lensku lýðræðis­sveit­irn­ar (SDF) að sækja fram á síðustu yf­ir­ráðasvæðum víga­manna Rík­is íslams í aust­ur­hluta Sýr­lands. Á vik­un­um sem fylgdu flúðu tug­ir þúsunda, þeirra á meðal víga­menn­irn­ir, frá svæðinu. 

Í dag, 13. mars, sagði SDF Ríki íslams vera í anda­slitr­un­um eft­ir að sveit­irn­ar gerðu skyndi­árás­ir á allra síðustu smá­vígi sam­tak­anna.

Efnavopnaárás var gerð í byrjun apríl árið 2017 og urðu …
Efna­vopna­árás var gerð í byrj­un apríl árið 2017 og urðu mörg börn fyr­ir henni í bæn­um Khan Sheik­hun í Idlib-héraði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert