Safna fyrir fleiri eggjum

Hér sést þegar eggið skellur á höfði þingmannsins.
Hér sést þegar eggið skellur á höfði þingmannsins. Ljósmynd/Twitter

Söfn­un­ar­átak er hafið fyr­ir „eggjastrák­inn“ sem skellti eggi í höfuð ástr­alska þing­manns­ins Fraser Ann­ing en þingmaður­inn hef­ur kennt múslim­um og inn­flytj­enda­stefnu Nýja-Sjá­lands um hryðju­verk­in í Christchurch.

Söfn­un­in snýr að lög­fræðikostnaði sem pilt­ur­inn gæti þurft að greiða fyr­ir eft­ir eggjakastið og auk þess stend­ur á gofundme.com að von­ir standi til að pilt­ur­inn geti keypt fleiri egg.

Þegar frétt­in er skrifuð höfðu safn­ast 13.831 doll­ari, sem jafn­gild­ir um 1,6 millj­ón ís­lenskra króna.

Ann­ing viðraði skoðanir sín­ar í gær en fjöl­marg­ir hafa sagt um­mæli hans ógeðsleg. 

Ann­ing ræddi við frétta­mann fyrr í dag þegar ung­ur maður, sem tók ræðuna upp, skellti eggi í höfuð þing­manns­ins. Ann­ing sneri sér við og kýldi pilt­inn tvisvar.

Aðstoðar­menn Ann­ings tóku pilt­inn hálstaki, héldu hon­um niðri og sögðust hafa fram­kvæmt borg­ara­lega hand­töku.

Lög­regla rann­sak­ar at­vikið og seg­ir að fram­koma beggja mann­anna, „eggjastráks­ins“ og þing­manns­ins, verði skoðuð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert