Söfnunarátak er hafið fyrir „eggjastrákinn“ sem skellti eggi í höfuð ástralska þingmannsins Fraser Anning en þingmaðurinn hefur kennt múslimum og innflytjendastefnu Nýja-Sjálands um hryðjuverkin í Christchurch.
Söfnunin snýr að lögfræðikostnaði sem pilturinn gæti þurft að greiða fyrir eftir eggjakastið og auk þess stendur á gofundme.com að vonir standi til að pilturinn geti keypt fleiri egg.
Þegar fréttin er skrifuð höfðu safnast 13.831 dollari, sem jafngildir um 1,6 milljón íslenskra króna.
Anning viðraði skoðanir sínar í gær en fjölmargir hafa sagt ummæli hans ógeðsleg.
This is the moment an egg is cracked on the head of Australian senator Fraser Anning.
— ITV News (@itvnews) March 16, 2019
He's been caught in a row after appearing to blame the New Zealand mosque attack on Muslim immigration https://t.co/0mSwlQLfCt pic.twitter.com/Aa0et8ucP3
Anning ræddi við fréttamann fyrr í dag þegar ungur maður, sem tók ræðuna upp, skellti eggi í höfuð þingmannsins. Anning sneri sér við og kýldi piltinn tvisvar.
Aðstoðarmenn Annings tóku piltinn hálstaki, héldu honum niðri og sögðust hafa framkvæmt borgaralega handtöku.
Lögregla rannsakar atvikið og segir að framkoma beggja mannanna, „eggjastráksins“ og þingmannsins, verði skoðuð.