Örlítil vonarglæta fyrir May

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun leggja Brexit-samninginn fyrir þingið í …
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun leggja Brexit-samninginn fyrir þingið í þriðja sinn eftir helgi. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, biður breska þingmenn að gera heiðvirðar málamiðlanir og samþykkja Brexit-samninginn þegar hún leggur hann fyrir þingheim í þriðja sinn eftir helgi.

May ritar grein í Sunday Telegraph í dag þar sem hún segir að ef þingmenn hafni samningnum í þriðja sinn gæti svo farið að ekkert verið af Brexit. Breska þingið samþykkti á fimmtudag að óska eft­ir því við Evr­ópu­sam­bandið að fresta út­göngu Bret­lands úr ESB til 30. júní, en með því skilyrði að samkomulag náist um samning May.

Nokkrir þingmenn sem hafa hingað til ekki stutt samninginn virðast ætla að fara eftir fyrirmælum May og samþykkja samninginn. Einn þeirra er Esther McVey, fyrrverandi atvinnumálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, sem sagði af sér vegna óánægju með samninginn á sínum tíma. Nú segir hún hins vegar að slæmur samningur sé betri en enginn.

Þá hafa 15 þingmenn Íhaldsflokksins sem styðja útgöngu Breta úr ESB ritað bréf þar sem þeir segjast ætla að styðja samninginn, þar á meðal fyrrverandi Brexit-málaráðherrann David Davis.

Ákvörðun McVey og þingmanna Íhaldsflokksins býr til örlitla vonarglætu fyrir May að Brexit-samningur hennar verði loks samþykktur.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert