Viðurkenni yfirráð yfir Gólanhæðum

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum sem eru við landamæri Ísraels og Sýrlands.

„Eftir 52 ár er kominn tími til þess að Bandaríkin viðurkenni að fullu yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum,“ sagði Trump á Twitter.

Alþjóðasamfélagið hefur ekki viðurkennt yfirráð Ísraela yfir landsvæðinu sem þjóðin náði á sitt vald af Sýrlendingum. Trump sagði Gólanhæðir m.a. mikilvægar fyrir stöðugleika í Ísrael.

Um 20 þúsund ísraelskir landnemar búa í Gólanhæðum.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði ummælum Trumps. „Á sama tíma og Íran reynir að nota Sýrland sem stökkpall til að tortíma Ísrael sýnir Trump forseti mikið hugrekki með því að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum,“ sagði hann á Twitter. „Takk fyrir, Trump forseti!“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert