Rússneskur ferðamaður reyndi að smygla órangútan frá Indónesíu í ferðatösku sinni. Hann ætlaði að fara með dýrið heim til sín og eiga sem gæludýr en var handtekinn í Balí.
Andrei Zhestkov var handsamaður á flugvellinum Denpasar í gærkvöldi á leið í gegnum öryggishlið áður hann ætlaði að stíga um borð í flugvél á leið til Rússlands.
Öryggisverðir stöðvuðu hann og opnuðu ferðatösku hans. Þar fundu þeir tveggja ára órangútan sofandi ofan í körfu.
„Við teljum að órangútaninum hafi verið gefnar ofnæmistöflur sem urðu til þess að hann sofnaði. Við fundum pillurnar í ferðatöskunni,“ sagði I Ketut Catur Marbawa hjá dýraverndunarsamtökum í Balí við AFP. Hann bætti við að svo virtist sem Zhestkov hafi búið um órangútaninn eins og barn.
Einnig fundust lifandi eðlur í ferðatöskunni.