„Ég hef aldrei upplifað aðra eins skelfingu,“ segir Janet Jacob sem var farþegi um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky. Hún er á meðal þeirra 400 sem hafa nú verið fluttir í land.
„Ég fór að biðja til guðs. Ég bað fyrir öryggi allra um borð,“ sagði hún í samtali við norska ríkisútvarpið, NRK.
„Þyrluflugferðin var alveg skelfileg. Vindurinn líktist fellibyl,“ sagði Jacob.
Just before the SHTF! #VikingSky #Mayday pic.twitter.com/NONvQl4dBr
— Alexus Sheppard 🏳️🌈 (@alexus309) March 23, 2019
Búið er að birta myndskeið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sem sýna hvernig aðstæður eru um borð, og skipið veltist um í sjónum.
„Við vorum að setjast niður til að fá okkur morgunverð þegar allt hóf að hristast [...] Þetta var algjör glundroði,“ segir Bandaríkjamaðurinn John Curry í samtali við norska fjölmiðla.
Still on #vikingsky more than 15 hours after the initial mayday call! We need off this ship! pic.twitter.com/T4sFqc1dZ3
— Ryan Flynn (@RyanDFlynn11) March 24, 2019
Viking Sky, sem á að koma til Íslands í tvígang í sumar, sendi frá sér neyðarkall eftir að skipið varð aflvana í slæmu veðri. Skipið var að sigla frá Tromsø til Stafangurs í Noregi þegar það lenti í vanda á hafsvæði við Hustadvika þar sem mörg skip hafa farist.
Talsmaður lögreglunnar segir að mikil hætta geti skapast komi upp vélarbilun á þessum slóðum. Þarna eru t.d. mörg rif og litlar eyjar sem skip geta rekist á með skelfilegum afleiðingum.
Adding some more footage of vikingsky.#vikingsky #Hustadvika pic.twitter.com/R2q3Q0YkH9
— Ludviken (@Ludvikeen) March 23, 2019
Búið er að setja upp hjálparmiðstöð í íþróttasal þar sem tekið er á móti farþegum. Margir þeirra eru frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Búið er að flytja 17 á sjúkrahús, þar af eru þrír alvarlega slasaðir.
Viking Sky, sem var fyrst sjósett árið 2017, er í eigu norska félagsins Viking Ocean Cruisers. Það getur tekið við um 930 farþegum plús áhöfn, sem telur um 400 manns.