„Alger og fullkomin hreinsun af áburði“

Samkvæmt fjölmiðlum ytra er forsetinn ekki algerlega hreinsaður af sakargiftum …
Samkvæmt fjölmiðlum ytra er forsetinn ekki algerlega hreinsaður af sakargiftum um hindrun á framgangi réttvísinnar í skýrslunni. AFP

„Ekk­ert sam­ráð, eng­in hindr­un, al­ger og full­kom­in hreins­un af áburði,“ skrif­ar Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti á Twitter í kjöl­far þess að niður­stöður skýrslu Roberts Mu­ell­er um aðkomu Rússa að for­seta­kosn­ing­um í Banda­ríkj­un­um voru gerðar op­in­ber­ar.

Sam­kvæmt niður­stöðum skýrsl­unn­ar átti for­setafram­boð Trump ekki í óeðli­leg­um eða ólög­leg­um sam­skipt­um við rúss­nesk stjórn­völd.

Meðal þess sem Mu­ell­er hafði til rann­sókn­ar var hvort for­set­inn hefði gerst sek­ur um að hindra fram­gang rétt­vís­inn­ar, en sam­kvæmt fjöl­miðlum ytra er for­set­inn ekki hreinsaður af þeim sak­argift­um. Mu­ell­er mun þó ekki hafa haft nægi­leg sönn­un­ar­gögn til þess að sækja for­set­ann til saka.

„Höld­um Am­er­íku frá­bærri,“ skrif­ar for­set­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert