Björgunarflugi hætt tímabundið

Hætt hefur verið að ferja farþega af skipinu í land …
Hætt hefur verið að ferja farþega af skipinu í land með þyrlum í bili. AFP

Dregið hef­ur úr um­fangi björg­un­araðgerða vegna hættu­ástands sem skapaðist þegar farþega­skipið Vik­ing Sky varð vél­ar­vana við vest­ur­strönd Nor­egs síðdeg­is í gær. Hef­ur skip­stjór­inn tekið ákvörðun um að ekki verði fleiri farþegar ferjaðir með þyrl­um í land að minnsta kosti tíma­bundið, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un NRK.

Er ákvörðun skip­stjór­ans sögð stafa af því að skipið sé nú á leið í land.

Af þeim 1.373 sem voru í skip­inu hef­ur 463 verið komið í land. Þá voru 17 farþegar sem slösuðust flutt­ir á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar. Flest til­felli voru minni hátt­ar, en þrír hlutu al­var­lega áverka. Þyrla frá danska hern­um tók þátt í aðgerðum.

Þrátt fyr­ir erfiðar aðstæður tókst í morg­un að byrja að draga Vik­ing Sky að höfn Molde með aðstoð drátt­ar­báta. Sigl­ir skipið þó aðeins á þrem­ur hnút­um.

Vegna af­taka­veðurs í gær og í nótt reynd­ist erfitt að tryggja fest­ing­ar svo hægt yrði að aðstoða skipið með að kom­ast úr þeim aðstæðum sem það var í.

Sveit­ar­stjóri á Fræna, Jan Arve Dyr­nes, sagði á blaðamanna­fundi í morg­un að vonað sé að skipið verði bráðum komið í ró­legri sjó sem myndi ein­falda all­ar aðgerðir til muna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert