Viking Sky lagst að bryggju

Viking Sky í fylgd bátanna tveggja.
Viking Sky í fylgd bátanna tveggja. AFP

Norska skemmtiferðaskipið Viking Sky er komið í örugga höfn í Molde eftir að hafa siglt þangað fyrir eigin vélarafli á um 7 hnúta hraða.

Skipinu var fylgt í höfn af tveimur dráttarbátum og var mikill viðbúnaður vegna komu þess. Sigldi það inn í höfnina klukkan 15.15 að íslenskum tíma.

Viking Sky á leið inn í höfnina.
Viking Sky á leið inn í höfnina. AFP

Af 1.373 farþegum höfðu um 463 verið flutt­ir í land með þyrl­um, en um tíma var tal­in hætta á að skipið strandaði.

Að sögn lögreglunnar voru sautján af þeim sem bjargað var fluttir á sjúkrahús. Níræður farþegi og tveir sjötugir slösuðust alvarlega.  

Í myndskeiði norska fréttamiðilsins NRK má sjá farþega skipsins veifa til þeirra sem bíða við höfnina. „Okkur tókst það!“ hrópuðu sumir þeirra og greinilegt að þeim var létt. 

Viðbúnaðurinn var mikill.
Viðbúnaðurinn var mikill. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert