Segja of fáar þyrlur í N-Noregi

00:00
00:00

Fylk­is­stjór­inn í Troms, Elisa­beth Asp­a­ker, seg­ir að björg­un farþega skemmti­ferðaskips­ins Vik­ing Sky sýni þörf­ina á fleiri björg­un­arþyrl­um í Norður-Nor­egi. Vik­ing Sky lenti í vanda fyr­ir utan Møre og tóku fimm björg­un­arþyrl­ur þátt í að bjarga 500 af 1.373 farþegum frá borði.

Vik­ing Sky var sjó­sett í Tromsø árið 2017 en það var að koma frá Tromsø á leið til Stavan­ger þegar það varð aflvana á laug­ar­dag.

Asp­a­ker seg­ir í sam­tali við norska rík­is­út­varpið að hún þori ekki að hugsa þá hugs­un til enda ef þetta hefði gerst fyr­ir utan strönd Norður-Nor­egs en mun fleiri þyrl­ur eru í Suður-Nor­egi en Norður-Nor­egi.

Skipið kom til hafn­ar í Molde síðdeg­is í gær en um tíma á laug­ar­dag var ótt­ast að það myndi stranda. Mjög vont veður var á þess­um slóðum og erfiðar aðstæður til björg­un­ar. 

Frétt NRK

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert