Telja að þingið sé að reyna að stöðva Brexit

AFP

Meiri­hluti Breta tel­ur sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar að breska þingið sé staðráðið í að koma í veg fyr­ir út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu (Brex­it) í and­stöðu við vilja meiri­hluta kjós­enda í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni sum­arið 2016.

Fram kem­ur á frétta­vef Daily Telgraph að 55% Breta séu þess­ar­ar skoðunar sam­kvæmt skoðana­könn­un­inni, sem gerð var af fyr­ir­tæk­inu Com­Res, og náði til um tvö þúsund Breta. Þar af voru 38% þeirra sem greiddu at­kvæði með því að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu 2016 og 87% þeirra sem vildu ganga úr sam­band­inu. Hins veg­ar segj­ast færri en 19% vera ósam­mála því að þingið sé að reyna að stöðva út­göng­una.

Meiri­hluti Breta er einnig þeirr­ar skoðunar sam­kvæmt könn­un­inni, eða 54%, að viðleitni þing­manna sem vilja að Bret­land verði áfram inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og annarra sem til­heyra stjórn­kerfi lands­ins til þess að stöðva út­göng­una úr sam­band­inu, hefði skaðað samn­ings­stöðu Breta. Hins veg­ar segj­ast 24% ósam­mála því.

Rúm­lega 40% telja að í stað þess að fresta út­göng­unni úr Evr­ópu­sam­band­inu ættu Bret­ar að yf­ir­gefa sam­bandið án út­göngu­samn­ings 29. mars, en 28% eru ósam­mála því. Fimmt­ung­ur kjós­enda seg­ist aldrei ætla að kjósa aft­ur ef þing­menn koma í veg fyr­ir út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert