Heiðruðu fórnarlömbin

AFP

Minningarathöfn um þá sem létust í hryðjuverkunum í Christchurch var haldin í dag og sýnd í beinni útsendingu í nýsjálenska sjónvarpinu. Var hún haldin til heiðurs þeim 50 sem létust í árásinni 15. mars, fyrir tveimur vikum.

AFP

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, var ein þeirra sem þar kom fram auk leiðtoga múslima og fólks sem lifði af árásina. Jafnframt kom breski tónlistarmaðurinn Cat Stevens fram. Yfir 20 þúsund manns mættu á athöfnina sem var haldin í Hagley-garðinum. 

Frétt mbl.is

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert