Karllæknar með 17% hærri laun

Kvenlæknar eru með umtalsvert lægri laun en starfsbræður þeirra í …
Kvenlæknar eru með umtalsvert lægri laun en starfsbræður þeirra í Bretlandi. AFP

Karl­kyns­lækn­ar í breska heil­brigðis­kerf­inu eru með 17% hærri laun en starfs­syst­ur þeirra að meðaltali. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. Þetta er mesti launamun­ur á milli kynj­anna sem hef­ur mælst í op­in­bera geir­an­um í Bretlandi.

Mest­ur er launamun­ur­inn hjá heim­il­is­lækn­um en kon­ur í þeirri stétt eru að meðaltali með 75.600 pund, 12,5 millj­ón­ir króna, í laun á meðan starfs­bræður þeirra eru að meðaltali með 113.600 pund í laun, eða sem svar­ar til 18,3 millj­óna króna.

Í frétt Guar­di­an kem­ur fram að niðurstaðan hef­ur hvatt til þess að gripið verði til aðgerða og reynt að draga úr þessu órétt­læti. Kven­lækn­ar sem starfa fyr­ir utan sjúkra­hús­in eru yf­ir­leitt með 1.166 pund­um minna í laun á mánuði en starfs­bræður þeirra.

Eins kem­ur fram að þrátt fyr­ir mikla fjölg­un kvenna í stétt lækna eru yf­ir­lækn­ar eða stjórn­end­ur að mestu karl­ar. 

Frétt Guar­di­an í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka