Karllæknar með 17% hærri laun

Kvenlæknar eru með umtalsvert lægri laun en starfsbræður þeirra í …
Kvenlæknar eru með umtalsvert lægri laun en starfsbræður þeirra í Bretlandi. AFP

Karlkynslæknar í breska heilbrigðiskerfinu eru með 17% hærri laun en starfssystur þeirra að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Þetta er mesti launamunur á milli kynjanna sem hefur mælst í opinbera geiranum í Bretlandi.

Mestur er launamunurinn hjá heimilislæknum en konur í þeirri stétt eru að meðaltali með 75.600 pund, 12,5 milljónir króna, í laun á meðan starfsbræður þeirra eru að meðaltali með 113.600 pund í laun, eða sem svarar til 18,3 milljóna króna.

Í frétt Guardian kemur fram að niðurstaðan hefur hvatt til þess að gripið verði til aðgerða og reynt að draga úr þessu óréttlæti. Kvenlæknar sem starfa fyrir utan sjúkrahúsin eru yfirleitt með 1.166 pundum minna í laun á mánuði en starfsbræður þeirra.

Eins kemur fram að þrátt fyrir mikla fjölgun kvenna í stétt lækna eru yfirlæknar eða stjórnendur að mestu karlar. 

Frétt Guardian í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert