Látnar lausar tímabundið

Loujain al-Hathloul.
Loujain al-Hathloul. Wikipedia

Yf­ir­völd í Sádi-Ar­ab­íu hafa látið þrjár kon­ur laus­ar úr haldi tíma­bundið en þær hafa setið í fang­elsi án ákæru í tæpt ár fyr­ir bar­áttu sína fyr­ir mann­rétt­ind­um í land­inu. Þeim var ný­lega birt ákæra. 

Heim­ild­ir Reu­ters-frétta­stof­unn­ar herma að fleiri aðgerðasinn­ar verði látn­ir laus­ir úr haldi á sunnu­dag. Ísland leiddi hóp ríkja í gagn­rýni á stöðu mann­rétt­inda­mála í Sádi-Ar­ab­íu í mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna ný­verið. Er það í fyrsta skipti sem Sádi-Ar­ab­ía sæt­ir slíkri sam­stilltri gagn­rýni í ráðinu og mark­ar frum­kvæðið því tíma­mót.

Sam­kvæmt Am­nesty In­ternati­onal og mann­rétt­inda­sam­tök­un­um  ALQST eru kon­urn­ar sem voru látn­ar laus­ar þær Eman al-Nafjan, Aziza al-Yous­ef og Roqaya al-Mohareb. Tekið er fram í rík­is­fjöl­miðlum í Sádi-Ar­ab­íu að aðeins sé um tíma­bundna lausn að ræða. 

Kon­urn­ar þrjár eru meðal 11 kvenna sem hafa verið ákærðar fyr­ir tölvuglæpi og eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fang­els­is­dóma.

Lynn Ma­alouf sem starfar hjá Am­nesty In­ternati­onal fagn­ar í sam­tali við BBC lausn þeirra en um leið gagn­rýn­ir hún að aðeins sé um tíma­bundna lausn að ræða.

„Þær hafa verið læst­ar inni. Tekn­ar frá ást­vin­um, pyntaðar og hótað fyr­ir það eitt að hafa með friðsam­leg­um hætti farið fram á jafn­rétti kynj­anna og sagt skoðun sína,“ seg­ir hún í viðtali við BBC.

Fjór­ar af kon­un­um 11 hafa verið pyntaðar í fang­els­inu og bróðir einn­ar þeirra, Loujain al-Hat­hloul, sagði ný­verið í grein sem birt var á vef CNN að syst­ir hans hafi lýst því hvernig hún hafi verið beitt kyn­ferðis­legu of­beldi, bar­in, hýdd og gefið raf­lost í kjall­ara sem hún lýs­ir sem „höll hryll­ings­ins“. Meðal þess sem er notað gegn henni í ákær­unni er að hún hafi sótt um starf hjá Sam­einuðu þjóðunum.

Jafn­framt er Sam­ar Badawi, syst­ir blogg­ar­ans Raif Badawi, í haldi. Hún fékk meðal ann­ars banda­rísku hugdirfsku­verðlaun­in árið 2012 (In­ternati­onal Women of Coura­ge Aw­ard) fyr­ir mann­rétt­inda­bar­áttu sína.  

Raif Badawi var dæmd­ur í tíu ára fang­elsi og eitt þúsund vand­ar­högg árið 2014 fyr­ir að móðga íslam. Eig­in­kona hans, Ensaf Hai­dar, býr í Kan­ada og er með kanadísk­an rík­is­borg­ara­rétt.

Agnes Callam­ard, mann­rétt­inda­sér­fræðing­ur Sam­einuðu þjóðanna, hef­ur rann­sakað morðið á sádi­ar­ab­íska blaðamann­in­um Jamal Khashoggi en hann var myrt­ur á ræðismanns­skrif­stofu Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­b­ul í fyrra. Hún seg­ir að rétt­ar­höld­in yfir 11 ein­stak­ling­um sem eru sakaðir um að bera ábyrgð á morðinu stand­ist ekki alþjóðleg viðmið sem gef­in eru við slík rétt­ar­höld.

Frétt BBC

Frétt CNN

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert