Sniðganga hótel í eigu Brunei

Breska poppgoðið Elton John og Hollywood-stjarnan George Clooney eru á meðal þeirra sem hafa tilkynnt opinberlega að þeir ætli að sniðganga hótel í eigu soldánaveldisins Brúnei. Mótmæla þeir þar með nýrri löggjöf í Brúnei sem lætur samkynhneigð og hjúskaparbrot varða dauðarefsingu. 

Mennirnir sem kjósa að grýta og húðstrýkja 

Hótelin níu sem Clooney nefnir eru staðsett í Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Bandaríkjunum. Þeirra á meðal eru Dorchester-hótelið í London og Beverly Hills-hótelið í Los Angeles.

Clooney kallaði eftir sniðgöngunni fyrr í vikunni og sagði: „Í hvert skipti sem við gistum á, höldum fundi á eða snæðum á einhverju af þessum níu hótelum, setjum við fé beint í vasa mannanna sem kjósa að grýta og húðstrýkja sína eigin borgara til dauða fyrir að vera samkynhneigðir eða sakaðir um hjúskaparbrot.“

Löggjöfin á að taka gildi nú á miðvikudag og hafa fleiri dægurstjörnur og stjórnmálamenn fordæmt hana, svosem leikkonan Jaimee Lee Curtis og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna Joe Biden. 

George Clooney og Elton John vilja að hótelin sem eru …
George Clooney og Elton John vilja að hótelin sem eru í eigu Brunei séu sniðgengin. AFP
Fimm af þeim níu hótelum sem Clooney og Elton John …
Fimm af þeim níu hótelum sem Clooney og Elton John vilja að séu sniðgengin.(Efri röð frá vinstri) Hotel Meurice í París, The Dorchester í London, Beverly Hills hótelið í Los Angeles, (neðri röð frá vinstri) The Hotel Plaza Athenee í París Bel air hótelið í Los Angeles. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert