59% stunda kynlíf undir áhrifum áfengis

„Með samráði við áheyrendur og samþykkt þess að fíkniefni veiti …
„Með samráði við áheyrendur og samþykkt þess að fíkniefni veiti unað til jafns við skaða er hægt að koma skaðaminnkandi skilaboðum á framfæri á áreiðanlegri hátt.“ Ljósmynd//Thinkstock

Bretar eru líklegri til að stunda kynlíf undir áhrifum vímuefna en íbúar annars staðar í Evrópu, í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Áfengi, kannabis, MDMA og kókaín eru þau fíkniefni sem fólk neytir helst áður en það stundar kynlíf.

Þetta sýna niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar Global Drug Survey á neyslu fólks í tengslum við kynlíf og greint er frá á BBC. Bretar, ungt fólk og fólk með hærri tekjur er líklegast til þess að stunda vímuhvílubrögð (e. chemsex).

Þeir sem standa að rannsókninni segja mikilvægt að upplýsingum um skaðsemi fíkniefna sé komið til skila. „Með samráði við áheyrendur og samþykkt þess að fíkniefni veiti unað til jafns við skaða er hægt að koma skaðaminnkandi skilaboðum á framfæri á áreiðanlegri hátt,“ segir Will Lawn, forsvarsmaður rannsóknarinnar.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er áfengi það vímuefni sem fólk neytir …
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er áfengi það vímuefni sem fólk neytir helst áður en það stundar kynlíf. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er áfengi það vímuefni sem fólk neytir helst áður en það stundar kynlíf, en 58% karla og 60% kvenna sem tóku þátt sögðust hafa neytt áfengis áður en þau stunduðu kynlíf á síðustu tólf mánuðum.

Ásamt því að vera líklegastir til að stunda vímuhvílubrögð yfir höfuð eru Bretar einnig líklegastir til að neyta fíkniefna á borð við kókaín, MDMA og mephedrone eða „mjá mjá“ fyrir kynlíf.

Fólk af öllum kynjum og kynhneigðum notar vímuefni í kynlífi en sam- og tvíkynhneigðir menn eru þó líklegastir til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert