Fyrirgaf morðingja barna sinna

Celestin Habinshuti myrti tvö börn Anne-Marie í þjóðarmorðinu í Rúanda …
Celestin Habinshuti myrti tvö börn Anne-Marie í þjóðarmorðinu í Rúanda fyrir 25 árum. Þau voru nágrannar. Anne-Marie hefur fyrirgefið morðingja barna sinna. „Það er í mínum höndum að frelsa Celestin frá sektarkenndinni,“ segir hún. Skjáskot/BBC

„Hann var bráðgáfaður drengur sem lofaði að passa alltaf upp á mig og betrumbæta líf mitt. Hann var of góður fyrir þennan heim.“

Svona lýsir Anne-Marie syni sínum sem var myrtur í þjóðarmorðinu í Rúanda, en landsmenn minn­ast þess nú að 25 ár eru liðin síðan út braust borg­ara­stríð með einu blóðug­asta þjóðarmorði 20. ald­ar­inn­ar.

800.000 manns myrtir á 100 dögum 

Um 85% íbúa í Rúanda tilheyra Hútú-þjóðflokknum en Tútsí-þjóðflokkurinn hefur löngum ráðið ríkjum í landinu. Árið 1959 steyptu Hútú-liðar Tútsí-veldinu af stóli og þúsundir Tútsí-liðar flúðu til nágrannaríkjanna, til að mynda Úganda.

Hluti Tútsí-liða myndaði uppreisnarhópinn RPF (e. Rwandan Patriotic Front) sem réðst inn í Rúanda 1990. Átökin stóðu yfir með hléum til 1993 þegar komist var að samkomulagi um vopnahlé.

6. apríl 1994 var flugvél Juvenal Habyarimana, forseta Rúanda, skotin niður. Allir um borð létust, þar á meðal Cyprien Ntaryamira, forseti Búrúndí. Báðir tilheyrðu þeir Hútu-þjóðflokknum.

Daginn eftir var landið stjórnlaust og út braust morðalda. Landið varð stjórn­laust en á ör­fá­um klukku­stund­um náðu öfga­menn úr röðum Hútú-manna völd­um og hófu kerf­is­bundið að út­rýma sam­lönd­um sín­um sem til­heyrðu Tút­sí þjóðflokkn­um, og hverj­um þeim sem reyndi að bjarga þeim. Yfir 800.000 manns voru myrt­ir á 100 dög­um.

Að jafnaði var einn Rú­andamaður drep­inn á 10 sek­úndna fresti yfir þetta 100 daga tíma­bil. Þau sem lifðu af urðu mörg fyr­ir nauðgun­um eða lim­lest­ing­um. Þjóðarmorðið tók enda í júlí 1994, þegar her­sveit­ir RPF leidd­ar af Tútsum réðust inn í landið frá Úganda og náðu völd­um.

Að jafnaði var einn Rú­andamaður drep­inn á 10 sek­úndna fresti …
Að jafnaði var einn Rú­andamaður drep­inn á 10 sek­úndna fresti yfir 100 daga tíma­bil á vor- og sumarmánuðum 1994. AFP

Réðst inn á heimili nágrannans vopnaður sveðju

Hörm­ung­arn­ar í Rú­anda eru gjarn­an tekn­ar sem dæmi um það þegar um­heim­ur­inn snýr við blindu auga og bregst of seint við. „Aldrei aft­ur,“ var lof­orð alþjóðasam­fé­lags­ins eft­ir að blóðbaðið var loks stöðvað. Minningarnar um hryllinginn standa hins vegar eftir og er saga Anne-Marie ein af fjölmörgum hörmungarsögum frá tímum þjóðarmorðsins.

Anne-Marie horfði upp á nágranna sinn drepa tvö börn hennar fyrir 25 árum en í dag hefur hún fyrirgefið morðingjanum. Hún missti eiginmann sinn og fjögur börn þeirra í þjóðarmorðinu.

„Daginn sem hann lést, þegar ástandið fór síversnandi, sagði hann við vin sinn að hann hafði á tilfinningunni að einhver myndi skera hann á háls. Þegar ég hugsa til baka til þessa augnabliks brestur hjarta mitt,“ segir Anne-Marie.

Nágranni hennar var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir morð á börnunum tveimur. „Þessi maður, Celestin, réðst inn á heimili okkar ásamt fleiri árásarmönnum og drap tvö barna minna. Við reyndum að flýja en þeir voru með kylfur og sveðjur. Celestin mundaði sveðjuna og skar tvö börn mín á háls. Mér tókst að flýja eftir það,“ lýsir Anne-Marie í hjartnæmu viðtali við fréttamann BBC.

„Barn er syndlaus engill“

Celestin Habinshuti hefur játað að hafa myrt tvö börn Anne-Marie. „Barn er syndlaus engill. Dauði þeirra var óréttlátur og afleiðing hræðilegrar hugmyndafræði og slæmrar forystu á þeim tíma,“ segir Celestin sem segist fyrirlíta sig fyrir það sem hann gerði.  

Celestin sneri aftur í þorpið eftir afplánun. Anne-Marie lýsir því hvernig hún hafi frosið þegar hún sá andlit hans áður en skjálfti reið um allan líkamann. „Ég hélt að hann ætlaði að drepa mig.“

En þegar Celestin sá Anne-Marie voru hans fyrstu viðbrögð að hylja andlit sitt. „Við reyndum bæði að forðast hvert annað og fórum aðskildar leiðir en hjartað mitt hamaðist,“ segir Anne-Marie.  

Eftir ráðleggingar frá kaþólskum presti ákvað Anne-Marie að fyrirgefa Celestin. „Hann sagði að það væri í mínum höndum að frelsa Celestin frá sektarkenndinni og að hann gæti veitt mér frelsi sömuleiðis.“

„Við biðjum um fyrirgefningu frá öllum þeim sem lifðu af,“ segir Celestin. „Þau lifði af þrátt fyrir gjörðir mínar. Ég var ekkert annað en ofsafenginn morðingi. Hún er á lífi þrátt fyrir það sem ég gerði. Guð hélt í henni lífinu.“

14. júlí 1994. Þjóðarmorðið tók enda þegar her­sveit­ir RPF leidd­ar …
14. júlí 1994. Þjóðarmorðið tók enda þegar her­sveit­ir RPF leidd­ar af Tútsum réðust inn í landið frá Úganda og náðu völd­um. AFP

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert