Óformleg minningarathöfn í Stokkhólmi

Mikill fjöldi Stokkhólmsbúa kom saman minnast fórnarlamba árásarinnar við formlega …
Mikill fjöldi Stokkhólmsbúa kom saman minnast fórnarlamba árásarinnar við formlega athöfn í fyrra. Ekki var haldin formleg athöfn í ár. AFP

Óformleg minnisathöfn var haldin í Stokkhólmi í Svíþjóð dag til þess að minnast þeirra sem létu lífið í hryðjuverkaárás sem gerð var í borginni fyrir tveimur árum. Þá ók maður vörubíl niður göngugötuna Drottninggatan og létust fimm, en fleiri hlutu áverka.

Fram kemur í umfjöllun sænska ríkissjónvarpsins SVT að krans hafi verið lagður á tröppur við Sergelstorg og voru viðstaddir fulltrúar borgaryfirvalda ásamt Mikael Damberg innanríkisráðherra.

Beðið eftir minnismerki

„Fyrir ári síðan var eðlilegt að minnast árásarinnar með formlegum hætti. Við munum aftur halda sambærilega minningarathöfn þegar minnismerki hefur verið komið fyrir. En í dag held ég að það sé mikilvægt að allir fá að syrgja með þeim hætti sem hentar þeim,“ er haft eftir Anna König Jerlemy, borgarráðsmann fjármála Stokkhólmsborgar.

Enn er ekki vitað hvenær minnismerkinu verður komið fyrir. Að sögn Jerlemyr er mikilvægast að minnismerkið verði á þeim stað og gert með þeim hætti að það votti aðstandendum nægilega virðingu.

Árásin vakti athygli víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert