Óformleg minningarathöfn í Stokkhólmi

Mikill fjöldi Stokkhólmsbúa kom saman minnast fórnarlamba árásarinnar við formlega …
Mikill fjöldi Stokkhólmsbúa kom saman minnast fórnarlamba árásarinnar við formlega athöfn í fyrra. Ekki var haldin formleg athöfn í ár. AFP

Óform­leg minn­is­at­höfn var hald­in í Stokk­hólmi í Svíþjóð dag til þess að minn­ast þeirra sem létu lífið í hryðju­verka­árás sem gerð var í borg­inni fyr­ir tveim­ur árum. Þá ók maður vöru­bíl niður göngu­göt­una Drottn­ing­gat­an og lét­ust fimm, en fleiri hlutu áverka.

Fram kem­ur í um­fjöll­un sænska rík­is­sjón­varps­ins SVT að krans hafi verið lagður á tröpp­ur við Serg­el­s­torg og voru viðstadd­ir full­trú­ar borg­ar­yf­ir­valda ásamt Mika­el Damberg inn­an­rík­is­ráðherra.

Beðið eft­ir minn­is­merki

„Fyr­ir ári síðan var eðli­legt að minn­ast árás­ar­inn­ar með form­leg­um hætti. Við mun­um aft­ur halda sam­bæri­lega minn­ing­ar­at­höfn þegar minn­is­merki hef­ur verið komið fyr­ir. En í dag held ég að það sé mik­il­vægt að all­ir fá að syrgja með þeim hætti sem hent­ar þeim,“ er haft eft­ir Anna König Jer­lemy, borg­ar­ráðsmann fjár­mála Stokk­hólms­borg­ar.

Enn er ekki vitað hvenær minn­is­merk­inu verður komið fyr­ir. Að sögn Jer­lemyr er mik­il­væg­ast að minn­is­merkið verði á þeim stað og gert með þeim hætti að það votti aðstand­end­um nægi­lega virðingu.

Árás­in vakti at­hygli víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert