Þvingaði konur í kynlífsánauð

Allison Mack (í miðjunni) ásamt lögmönnum sínum fyrir utan dómshúsið …
Allison Mack (í miðjunni) ásamt lögmönnum sínum fyrir utan dómshúsið í Brooklyn. Mynd úr safni. AFP

Leik­kon­an All­i­son Mack, sem þekkt­ust er fyr­ir leik sinn í sjón­varpsþátt­un­um Small­ville, játaði í dag fyr­ir dóm­stóli í New York-ríki að hafa lokkað kon­ur til fylg­is við Nx­i­vm, man­sals­hring sem var dul­bú­inn sem eins kon­ar sjálfs­hjálp­ar­hóp­ur, og þvingað þær til að ger­ast kyn­lífsþræl­ar forsprakk­ans.

Greint er frá því á vef Guar­di­an að Mack, sem er 36 ára göm­ul, hafi grátið er hún játaði glæpi sína og bað fórn­ar­lömb forsprakk­ans, manns að nafni Keith Rani­ere, inni­lega af­sök­un­ar.

„Ég trúði því að Keith Rani­ere ætlaði sér að hjálpa fólki og ég hafði rangt fyr­ir mér,“ sagði Mack við dóm­ara í Brook­lyn í dag, en Rani­ere var hand­tek­inn af banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unni í Mexí­kó í mars í fyrra. Mack sagði dóm­ar­ar­an­um að hún vissi að hún „gæti og myndi verða betri mann­eskja,“ en áður hafði hún neitað sök í mál­inu.

Mack er ákærð fyr­ir að hafa aðstoðað Rani­ere við nýliðun í hóp­inn. Hún fékk kon­ur til þess að verða fé­laga, en kon­urn­ar voru síðan mis­notaðar á ýms­an hátt, bæði kyn­ferðis­lega og sem vinnu­afl.

Í dag viður­kenndi Mack fyr­ir dóm­ar­an­um í mál­inu að hún hefði út­vegað sér viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar og vafa­sam­ar mynd­ir af alla vega tveim­ur kon­um, sem Mack hefði svo hótað að nota gegn þeim, ef þær fram­kvæmdu ekki kyn­lífs­at­hafn­ir með Rani­ere.

Sam­fé­lagið, sem kall­ast Nx­i­vm, átti að vald­efla og styrkja þær kon­ur sem gengu í það, en þess í stað var við lýði í því eins kon­ar „hús­bónda- og þræla­kerfi“ þar sem kon­urn­ar áttu að stunda kyn­líf með Rani­ere, auk þess sem þær voru merkt­ar með upp­hafs­stöf­um hans.

Nx­i­vm var eins kon­ar pýra­mída­kerfi þar sem Rani­ere var efst­ur og Mack efsta kon­an á eft­ir hon­um. Fyr­ir neðan þau voru svo ein­göngu kon­ur, og all­ar áttu þær að finna nýja fé­laga í sam­fé­lagið. Nýju fé­lag­arn­ir þurftu svo ekki aðeins að þjóna sín­um „hús­bónda“ held­ur einnig þeim sem var fyr­ir ofan hann og svo koll af kolli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert