Nýsjálenska þingið hefur samþykkt, með öllum atkvæðum nema einu, að banna allar gerðir hálfsjálfvirkra skotvopna. Lagabreytingin kemur til vegna skotárása í borginni Christchurch sem skildu 50 manns eftir í valnum.
119 þingmenn kusu með lagabreytingunni eftir lokaumræður á þinginu, en einn var á móti. Búist er við því að breytingin taki gildi á allra næstu dögum, eða um leið og hún hefur hlotið konunglegt samþykki landsstjóra Nýja-Sjálands.
Árásarmaðurinn sem réðst inn í tvær moskur hefur verið ákærður fyrir 50 morð og 39 morðtilraunir.