Borgarstjórinn í New York lýsti yfir neyðarástandi vegna mislinga í hluta Brooklyn í gær. Fyrirskipaði hann öllum íbúum hverfisins að láta bólusetja sig. Að öðrum kosti yrðu þeir sektaðir.
Ástæða yfirlýsingarinnar er andstaða rétttrúnaðargyðinga við að láta bólusetja sig og hefur því mislingafaraldur geisað í Brooklyn og víðar í New York undanfarið.
Sá sem ekki lætur bólusetja sig á yfir höfði sér 1 þúsund Bandaríkjadala sekt. Jafnframt verða skólar og leikskólar sektaðir og jafnvel lokað ef þeir taka á móti óbólusettum börnum.