Hvaða bók var Assange með?

Bókin sést greinilega í höndum Assange á myndinni.
Bókin sést greinilega í höndum Assange á myndinni. Skjáskot/Twitter

Bók sem Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks, heldur á er hann er borinn af breskum lögreglumönnum út úr sendiráði Ekvador í London hefur vakið töluverðar vangaveltur hjá notendum samfélagsmiðla.

Assange var hand­tek­inn í morg­un í sendi­ráði Ekvador í London, eft­ir að rík­i­s­tjórn Ekvador svipti hann póli­tísku hæli og verður hann leiddur fyrir dómara í London síðdegis í dag.

Bókin sést greinilega í höndum Assange og hafa nokkrir Twitter-notendur bent á að hann haldi þar á bók stjórnmálaskýrandans og rithöfundarins Gore Vidals History of the National Security State.

Í bókinni fjallar Vidal um þá sögulegu viðburði sem voru undanfari tilkomu umfangsmikilla njósna- og hernaðarmiðstöðva á iðnaðarskala og stjórnmálamenningu sem aftur leiddi til „forsetisforsetadæmis í anda keisaraveldis“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert