Þjóðin mátt þola „óstjórn og spillingu“

Omar al-Bashir hefur verið handtekinn.
Omar al-Bashir hefur verið handtekinn. AFP

Omar al-Bashir, fyrr­ver­andi for­seti Súd­ans, hef­ur verið vikið úr embætti og hann hand­tek­inn. Frá þessu grein­ir varn­ar­málaráðherra lands­ins. Bashir hef­ur verið við völd í land­inu í tæpa þrjá ára­tugi.

Awad Ibn Ouf, varn­ar­málaráðherra Súd­ans, sagði í sjón­varps­ávarpi að her­inn muni taka við stjórn­artaum­un­um í land­inu næstu tvö árin, og í kjöl­farið muni fara fram kosn­ing­ar. 

Ouf sagði enn­frem­ur, að búið væri að lýsa yfir neyðarástandi í land­inu sem mun vara næstu þrjá mánuði. 

Fjölmenni kom saman í höfuðborg landsins til að fagna því …
Fjöl­menni kom sam­an í höfuðborg lands­ins til að fagna því að búið væri að bola Bashir burt. AFP

Fram kem­ur á vef BBC, að mik­il mót­mæli gegn Bashir hafi staðið yfir í land­inu und­an­farna mánuði, en for­set­inn hef­ur stýrt land­inu frá ár­inu 1989. 

Skipu­leggj­end­ur mót­mæl­anna hafa hvatt lands­menn til að halda áfram að mót­mæla þrátt fyr­ir aðgerðir hers­ins. 

Ekki ligg­ur fyr­ir hvar Bashir er í haldi.

Ouf seg­ir að þjóðin hafi mátt þola „óstjórn, spill­ingu og skort á rétt­læti“. Hann baðst af­sök­un­ar á því of­beldi og dauðsföll­um sem hafi átt sér stað í land­inu. 

Bashir hefur verið við völd í landinu frá árinu 1989.
Bashir hef­ur verið við völd í land­inu frá ár­inu 1989. AFP

Hann sagði enn­frem­ur, að stjórn­ar­skrá lands­ins hefði verið num­in úr gildi, landa­mæri lokuð ótíma­bundið sem og loft­helgi lands­ins lokuð í sól­ar­hring. 

Fjöl­menni kom sam­an til að fagna eft­ir að frétt­irn­ar bár­ust, en marg­ir komu sam­an við höfuðstöðvar hers­ins í Kart­úm, höfuðborg lands­ins. Sum­ir föðmuðu her­menn og klifruðu upp á bryn­var­in öku­tæki. 

Þá seg­ir leyniþjón­usta lands­ins að öll­um póli­tísk­um föng­um verði veitt frelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert