Játar á sig morðið á Kucniak og unnustu hans

Mynd af Jan Kuciak og Martina Kusnirova var varpað á …
Mynd af Jan Kuciak og Martina Kusnirova var varpað á ráðhúsið í Bratislava fyrir skömmu. til minningar um parið sem var myrt í Slóvakíu í fyrra. Fyrrverandi hermaður hefur játað á sig morðin, sem voru fyrirskipuð af þekktum slóvenskum viðskiptamógúl. AFP

Fyrrverandi slóvaskur hermaður hefur játað að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Jan Kuciak og unnustu hans, Martina Kusnirova. Þau fundust látin á heimilinu sínu í febrúar í fyrra.

Miroslav Marcek hefur ásamt þremur öðrum, sem allir sitja í gæsluvarðhaldi, verið ákærður fyrir morðið á parinu. Marcek viðurkennir að hafa skotið parið og að hafa farið fyrir hópnum sem sá um morðin.

Þá hefur Marian Kocner, um­deild­ur slóvask­ur viðskipta­mó­gúll, verið ákærður fyr­ir að fyr­ir­skipa morðið.

Tugþúsund­ir Slóvaka hafa mót­mælt aðkomu stjórn­valda frá því að Kuciak og unn­usta hans voru myrt. Robert Fico, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra Slóvakíu, sagði af sér í mars í fyrra vegna máls­ins.

Sak­sókn­ari seg­ir að Kocner hafi látið myrða Kuciak og unn­ustu hans og ástæðan hafi verið störf Kuci­as en Kocner var fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is sem lokaði fyr­ir tveim­ur árum. Kocner var í varðhaldi þegar hann var ákærður, 8. mars, vegna efna­hags­brota. Síðasta grein­in sem birt­ist eft­ir Kuciak meðan hann lifði var um Kocner og meinta spill­ingu og svindl hans.

Kuciak var að rann­saka spill­ingu í stjórn­kerfi lands­ins þegar hann var myrt­ur og var hann að skrifa grein um tengsl ráðgjafa for­sæt­is­ráðherr­ans við ít­ölsku mafíuna. Grein­in birt­ist að hon­um látn­um.

Lögreglan fylgir nú eftir nýjum vísbendingum og leitar að vopnum eða öðrum munum sem gætu nýst við rannsókn málsins í á í grennd við borgina Velka Maca, þar sem Kucnier var búsettur.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert