Jet Airways hættir millilandaflugi

Tíu flugvélar Jet Airways voru kyrrsettar af leigusölum flugvélanna í …
Tíu flugvélar Jet Airways voru kyrrsettar af leigusölum flugvélanna í gær vegna skulda flugfélagsins. AFP

Indverska flugfélagið Jet Airways virðist hafa hætt öllu millilandaflugi og segir BBC það auka enn frekar á áhyggjur af stöðu flugfélagsins, sem er stærsta einkarekna flugfélag Indlands.

Jet Airways er að sligast undan skuldum, en flugfélagið skuldar rúman milljarð dollara og rær nú lífróður til að tryggja fjármögnun fyrir áframhaldandi rekstur.

Indversk stjórnvöld segja þegar hafa verið gripið til aðgerða til að tryggja öryggi farþega flugfélagsins eftir að flugi var aflýst. Samkvæmt indverskum reglugerðum verða flugfélög að vera með að minnsta kosti 20 flugvélar í flota sínum til að mega halda úti millilandaflugi.

Í gær var hins vegar greint frá því að 10 flugvélar Jet Airways til viðbótar hefðu verið kyrrsettar af leigusölum vélanna vegna ógreiddra skulda. Segja indverskir fjölmiðlar flugvélaflota Jet Airways nú samanstanda af 14 vélum. Flugfélagið var áður með 100 vélar í flota sínum, en það flaug til um 600 áfangastað innanlands og 380 staða utanlands.

Suresh Prabhu, flugmálaráðherra Indlands, sagði á Twitter að ráðuneytið muni „fara yfir mál tengd Jet Airways“ og „grípa til nauðsynlegra aðgerða til að takmarka óþægindi farlega og tryggja öryggi þeirra“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka