Eldsvoðinn í hnotskurn

00:00
00:00

Klukk­an 18.50 að staðar­tíma í gær, 16.50 að ís­lensk­um tíma, var fyrst til­kynnt um reykjar­bólstra frá Notre Dame-dóm­kirkj­unni í Par­ís­ar­borg. Eld­tung­ur sáust svo í ná­grenni klukkut­urn­anna tveggja. Bygg­ing­in var rýmd þegar í stað og slökkvilið hófst handa við að reyna að ná tök­um á eld­in­um. Það tók níu klukku­stund­ir og það var ekki fyrr en á átt­unda tím­an­um í morg­un sem því var fyrst lýst yfir að eld­ur­inn hefði verið slökkt­ur.

Hér að neðan verður at­b­urðarás elds­voðans mikla í Notre Dame rak­in.

Eft­ir að elds­ins varð vart var svæði um­hverf­is kirkj­una þegar lokað. Fransk­ir fjöl­miðlar höfðu strax eft­ir slökkviliðinu að mögu­lega hefði eld­ur­inn kviknað vegna viðgerða sem stóðu yfir á hinni 850 ára gömlu bygg­ingu.

Steinbyggingin stendur enn en allt trévirki er brunnið.
Stein­bygg­ing­in stend­ur enn en allt tré­virki er brunnið. AFP

Klukk­an 17.05 að ís­lensk­um tíma hafði eld­ur­inn kom­ist í turn­spíru kirkj­unn­ar og hún hrundi. Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, frestaði þegar í stað því að ávarpa þjóðina sem til stóð skömmu síðar. Í því ætlaði hann að til­kynna um aðgerðaáætl­un sína til að lægja mót­mæla­öld­ur í land­inu.

Klukk­an 17.10 sagði talsmaður Notre Dame að öll bygg­ing­in stæði nán­ast í ljós­um log­um.

Klukk­an 17.30 reyndu björg­un­ar­menn að bjarga ómet­an­leg­um ger­sem­um sem geymd­ar voru inni í kirkj­unni. Anne Hi­dal­go, borg­ar­stjóri Par­ís­ar, staðfesti svo að tek­ist hefði að bjarga þyrnikór­ónu Krists, kyrtli Lúðvíks ní­unda kon­ungs og nokkr­um mik­il­væg­um list­mun­um. Á sama tíma greindi talsmaður kirkj­unn­ar frá því að allt tré­verk kirkj­unn­ar væri al­elda og lík­lega gjör­ónýtt.

Klukk­an 18.20 var Macron for­seti mætt­ur á vett­vang til að ræða við lög­reglu og slökkviliðsmenn.

Um tíu mín­út­um síðar er ljóst að eld­ur­inn var kom­inn í ann­an turn kirkj­unn­ar og hóf að breiðast út inn­an­dyra.

Notre Dame varð nær alelda á stuttum tíma.
Notre Dame varð nær al­elda á stutt­um tíma. AFP

Klukk­an 18.50 sagði talsmaður inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins að hugs­an­lega væri ómögu­legt fyr­ir slökkviliðið að bjarga kirkj­unni.

Klukk­an 19.05 sagði slökkviliðsstjór­inn Jean-Clau­de Gall­et það óvíst að hægt yrði að stöðva út­breiðslu elds­ins og koma í veg fyr­ir frek­ari skemmd­ir. „Ef hún hryn­ur þá get­ur þú rétt ímyndað þér hverj­ar skemmd­irn­ar yrðu.“

Kirkjan logar stafna á milli.
Kirkj­an log­ar stafna á milli. AFP

Klukk­an 19.30 voru um 400 slökkviliðsmenn að störf­um við kirkj­una. Enn var þá ótt­ast að eld­ur­inn myndi gjör­eyðileggja bygg­ing­una. Upp var gefið að elds­upp­tök væru ókunn á því stigi. Par­ís­ar­bú­ar fjöl­menntu við kirkj­una og báðu fyr­ir henni.

Klukk­an átta voru slökkviliðsmenn orðnir bjart­sýnni á að hægt yrði að bjarga stein­bygg­ing­unni og tveim­ur turn­um henn­ar. Slökkviliðsstjór­inn staðfest­ir svo að þetta verk­efni hefði tek­ist. Íbúðahverfi í ná­grenni Notre Dame er rýmt í ör­ygg­is­skyni.

Emmanuel Macron og eiginkona hans Brigitte fyrir utan Notre Dame …
Emm­anu­el Macron og eig­in­kona hans Brigitte fyr­ir utan Notre Dame í gær­kvöldi. AFP

Klukk­an 20.20 bár­ust frétt­ir af því að einn slökkviliðsmaður hefði slasast al­var­lega við störf sín. Sak­sókn­ari sagði að ekk­ert benti til þess, á því stigi, að um íkveikju hefði verið að ræða en rann­sókn hófst þá þegar.

Skömmu síðar flutti Macron for­seti ávarp fyr­ir utan kirkj­una og sagði elds­voðann „hroðal­eg­an harm­leik“ og að átak­an­legt væri að horfa á „hluta af okk­ur öll­um brenna“. Hann hét því að end­ur­byggja Notre Dame.

Klukk­an 8 í morg­un að ís­lensk­um tíma var því svo form­lega lýst yfir að eld­ur­inn væri slökkt­ur. Þá höfðu Par­ís­ar­bú­ar vaknað við það að þessi mikla dóm­kirkja var eins og kola­moli við sól­ar­upp­rás.

Sam­an­tekt Sky

Notre Dame séð úr lofti í júlí árið 2017.
Notre Dame séð úr lofti í júlí árið 2017. AFP
Margir fylgdust með því er kirkjan brann í gær. Sumir …
Marg­ir fylgd­ust með því er kirkj­an brann í gær. Sum­ir lögðust á bæn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert