Fleiri loftslagsmótmælendur handteknir

Mótmælendur loka götu í London í gær.
Mótmælendur loka götu í London í gær. AFP

Lögreglan í London hefur handtekið tæplega 300 manns sem þátt hafa tekið í fjölmennum loftslagsmótmælum í borginni. Mótmælin standa enn yfir og segja aðstandendur þeirra að þeim verði ekki hætt fyrr en stjórnvöld hlusti á kröfur þeirra. Mótmælendur hafa reynt að loka umferðargötum og brúm og hafa samgöngur um hluta höfuðborgarinnar lamast.

Mótmælendur hófu aðgerðir sínar í fyrrinótt en sambærilegar aðgerðir, þar sem hvatt er til borgaralegrar óhlýðni, eru að eiga sér stað víðar í Evrópu. 

Í gærkvöldi höfðu 290 mótmælendur verið handteknir, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá lögreglunni. 

Mótmælendur voru m.a. handteknir fyrir veggjakrot eins og hér má …
Mótmælendur voru m.a. handteknir fyrir veggjakrot eins og hér má sjá á Waterloo-brúnni. AFP

Að mótmælunum standa grasrótarsamtök sem kalla sig Uppreisn gegn útrýmingu (Extinction Rebellion) Hópurinn var settur á laggirnar í fyrra og hefur fylgi hans aukist hratt síðan. Kröfur hans eru m.a. þær að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að sporna við hættum sem steðji að líffræðilegum fjölbreytileika og þar með öllum vistkerfum heimsins. 

Lögreglan í London segist gera ráð fyrir að mótmælin haldi áfram næstu vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert