Fór dýrmætur tími í súginn?

Talið er að það taki mánuði að hreinsa Notre Dame …
Talið er að það taki mánuði að hreinsa Notre Dame eftir að þak kirkjunnar og turnspíra eyðilögðust í eldinum sem kviknaði á mánudag. Það gæti einnig tekið mánuði að meta skemmdir sem urðu á listmunum í kirkjunni. AFP

Villa í hug­búnaði er tal­in hafa orðið til þess að ör­ygg­is­verðir fóru á rang­an stað í dóm­kirkj­unni Notre Dame í Par­ís á mánu­dag þegar tölvu­kerfi henn­ar varaði fyrst við eldi í bygg­ing­unni, að sögn franskra fjöl­miðla í gær. Þeir segja að dýr­mæt­ar mín­út­ur hafi þar með farið í súg­inn.

Tölvu­kerfið varaði við eldi í kirkj­unni klukk­an 18.20 að staðar­tíma en ör­ygg­is­verðirn­ir fundu eng­an eld og töldu að viðvör­un­in hefði verið til­efn­is­laus, að því er franska blaðið Le Parisien hef­ur eft­ir heim­ild­ar­mönn­um sín­um. 23 mín­út­um síðar, klukk­an 18.43, fór viðvör­un­ar­kerfið í gang aft­ur. Örygg­is­verðirn­ir hringdu ekki í slökkviliðið fyrr en þeir sáu um þriggja metra lang­ar eld­tung­ur í neðsta hluta turn­spírunn­ar sem eyðilagðist í eld­in­um. Le Parisien seg­ir að villa í hug­búnaði hafi valdið því að ör­ygg­is­verðirn­ir leituðu að eld­in­um á röng­um stað í bygg­ing­unni.

End­ur­reist inn­an fimm ára?

Viðarþak kirkj­unn­ar eyðilagðist í brun­an­um, auk turn­spírunn­ar, en slökkviliðinu tókst að bjarga meg­in­bygg­ing­unni og tveim­ur turn­um henn­ar. Laurent Nuñez, aðstoðar­inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, hef­ur sagt að aðeins hafi munað um 15-30 mín­út­um að slökkviliðið hafi ekki getað bjargað dóm­kirkj­unni.

Fyr­ir­tæki, ein­stak­ling­ar og borg­ar­stjórn Par­ís­ar höfðu í gær lofað fjár­fram­lög­um að and­virði nær millj­arðs evra, sem svar­ar 135 millj­örðum króna, til að end­ur­reisa Notre Dame eft­ir brun­ann. Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, hef­ur lofað því að dóm­kirkj­an verði end­ur­reist inn­an fimm ára. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert