Vilja ekki minnast á May

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Fram­bjóðend­ur breska Íhalds­flokks­ins í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í Bretlandi sem fram fara 2. maí vilja alls ekki nefna Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra og leiðtoga flokks­ins, á nafn þegar þeir ganga í hús og ræða við kjós­end­ur þar sem kjós­end­ur tengja nafn henn­ar við svik.

Þetta kem­ur fram á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph. Þar seg­ir að aðild­ar­fé­lög Íhalds­flokks­ins víða í Bretlandi hafi rekið sig á það að nafn Mays sé svo illa þokkað á meðal kjós­enda að það eitt að minn­ast á hana setji sam­ræður við kjós­end­ur í upp­nám.

Meint svik snú­ast um það með hvaða hætti May hef­ur staðið að fyr­ir­hugaðri út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­bandið en marg­ir kjós­end­ur telji að hún hafi svikið niður­stöðu þjóðar­at­kvæðis­ins sum­arið 2016 þar sem meiri­hlut­inn ákvað að landið segði skilið við sam­bandið.

Enn­frem­ur seg­ir að bæj­ar­full­trú­ar Íhalds­flokks­ins ótt­ist að fram­ganga Mays vegna út­göng­unn­ar kunni að kosta þá sæti sín og reyni því í ör­vænt­ingu sinni að halda sam­ræðum við kjós­end­ur við mál­efni viðkom­andi sveit­ar­fé­laga og forðast að minn­ast á lands­mál­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert