Vilja skýrsluna óritskoðaða

Trump stuttu eftir lendingu í Flórída í gær.
Trump stuttu eftir lendingu í Flórída í gær. AFP

Demókratar hafa gefið út stefnu þar sem þeir krefjast aðgangs að rannsóknarskýrslu Muellers, óritskoðaðri. Í skýrslu Muellers hefur á sumum stöðum verið strikað yfir stóra hluta og segir Jerry Nadler, fulltrúadeildarþingmaður demókrata að þær upplýsingar virðist vera þýðingarmiklar. Því eigi þingheimur rétt á því að fá aðgang að allri skýrslunni, segir á vef BBC.

Jerry Nadler eftir að skýrslan var gerð opinber í gær.
Jerry Nadler eftir að skýrslan var gerð opinber í gær. AFP

Segir fullyrðingarnar uppskáldaðar og ósannar

Á meðan andstæðingar Trumps hafa undirbúið stefnu hefur Trump sjálfur haft tíma til að melta niðurstöður skýrslunnar, meðan hann eyðir páskahelginni á golfsetri sínu í Flórída. Hann hefur í dag farið mikinn á Twitter og kallaði m.a. umrædda rannsóknarskýrslu „gölnu Mueller skýrsluna“ (e.Crazy Mueller Report) í einu tísti. 

Þar segir hann fullyrðingar skýrslunnar, sem skrifuð sé af átján reiðum Trump-höturum, bæði uppskáldaðar og algjörlega ósannar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert