Teitur Gissurarson
Demókratar hafa gefið út stefnu þar sem þeir krefjast aðgangs að rannsóknarskýrslu Muellers, óritskoðaðri. Í skýrslu Muellers hefur á sumum stöðum verið strikað yfir stóra hluta og segir Jerry Nadler, fulltrúadeildarþingmaður demókrata að þær upplýsingar virðist vera þýðingarmiklar. Því eigi þingheimur rétt á því að fá aðgang að allri skýrslunni, segir á vef BBC.
Á meðan andstæðingar Trumps hafa undirbúið stefnu hefur Trump sjálfur haft tíma til að melta niðurstöður skýrslunnar, meðan hann eyðir páskahelginni á golfsetri sínu í Flórída. Hann hefur í dag farið mikinn á Twitter og kallaði m.a. umrædda rannsóknarskýrslu „gölnu Mueller skýrsluna“ (e.Crazy Mueller Report) í einu tísti.
Þar segir hann fullyrðingar skýrslunnar, sem skrifuð sé af átján reiðum Trump-höturum, bæði uppskáldaðar og algjörlega ósannar.
Statements are made about me by certain people in the Crazy Mueller Report, in itself written by 18 Angry Democrat Trump Haters, which are fabricated & totally untrue. Watch out for people that take so-called “notes,” when the notes never existed until needed. Because I never....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 19, 2019
...agreed to testify, it was not necessary for me to respond to statements made in the “Report” about me, some of which are total bullshit & only given to make the other person look good (or me to look bad). This was an Illegally Started Hoax that never should have happened, a...
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 19, 2019